Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Jens Garðar vill varaformannsembættið

Jens Garð­ar Helga­son býð­ur sig fram til vara­for­mann­sembætt­is Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Jens er fyrr­ver­andi bæði formað­ur Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og vara­formað­ur Sam­taka at­vinnu­lífs­ins

Jens Garðar vill varaformannsembættið

Jens Garðar Helgason gefur kost á sér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Hann er sá fyrsti til að bjóða sig fram tið embættisins fyrir landsfund flokksins sem haldinn verður um mánaðamótin. Önnur sem orðuð hafa verið við embættið erum Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson. Ljóst er að mikil endurnýjun verður á forystu flokksins en þá verður einnig kjörinn nýr formaður þar sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir eru báðar í framboði. 

Jens Garðar er nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins og er oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi. Hann er fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og varaformaður Samtaka atvinnulífsins.

Hann greinir frá framboði sínu á Facebooksíðu sinni þar sem hann greinir frá því að hafa verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins frá unga aldri: „Framundan eru mikilvæg verkefni sem skipta landið allt máli. Við þurfum að stíga stór skref í þá átt að leysa betur úr læðingi þá krafta sem búa í þjóðinni. Einkaframtakið, öflugur atvinnurekstur um allt land og frelsi til að framkvæma, leggja grunninn að allri farsæld okkar sem þjóðar. Kraftinn má ekki tjóðra niður með vantrú, óþarfa hindrunum, þunglamalegu regluverki eða með því að líta á atvinnulífið sem mjólkurkú fyrir hið opinbera,“ skrifar Jens á Facebook.

Þá segir hann að einstaklingsframtakið þurfi að eiga sér málsvara: „Með því að tryggja fólki um land allt tækifæri og gott umhverfi til að koma góðum hugmyndum í framkvæmd, leggjum við grunninn að farsæld alls samfélagsins,“ skrifar Jens.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár