Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Jens Garðar vill varaformannsembættið

Jens Garð­ar Helga­son býð­ur sig fram til vara­for­mann­sembætt­is Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Jens er fyrr­ver­andi bæði formað­ur Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og vara­formað­ur Sam­taka at­vinnu­lífs­ins

Jens Garðar vill varaformannsembættið

Jens Garðar Helgason gefur kost á sér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Hann er sá fyrsti til að bjóða sig fram tið embættisins fyrir landsfund flokksins sem haldinn verður um mánaðamótin. Önnur sem orðuð hafa verið við embættið erum Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson. Ljóst er að mikil endurnýjun verður á forystu flokksins en þá verður einnig kjörinn nýr formaður þar sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir eru báðar í framboði. 

Jens Garðar er nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins og er oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi. Hann er fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og varaformaður Samtaka atvinnulífsins.

Hann greinir frá framboði sínu á Facebooksíðu sinni þar sem hann greinir frá því að hafa verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins frá unga aldri: „Framundan eru mikilvæg verkefni sem skipta landið allt máli. Við þurfum að stíga stór skref í þá átt að leysa betur úr læðingi þá krafta sem búa í þjóðinni. Einkaframtakið, öflugur atvinnurekstur um allt land og frelsi til að framkvæma, leggja grunninn að allri farsæld okkar sem þjóðar. Kraftinn má ekki tjóðra niður með vantrú, óþarfa hindrunum, þunglamalegu regluverki eða með því að líta á atvinnulífið sem mjólkurkú fyrir hið opinbera,“ skrifar Jens á Facebook.

Þá segir hann að einstaklingsframtakið þurfi að eiga sér málsvara: „Með því að tryggja fólki um land allt tækifæri og gott umhverfi til að koma góðum hugmyndum í framkvæmd, leggjum við grunninn að farsæld alls samfélagsins,“ skrifar Jens.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár