Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Ríkið vinnur áfram að sölu Íslandsbanka

Und­ir­bún­ing­ur ís­lenska rík­is­ins á sölu á hlut sín­um í Ís­lands­banka held­ur áfram þrátt fyr­ir áhuga Ari­on á við­ræð­um um sam­ein­ingu bank­anna tveggja.

Ríkið vinnur áfram að sölu Íslandsbanka
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra

Ríkið mun halda áfram að vinna að undirbúningi á sölu á hlut sínum í Íslandsbanka, um 42,5% hlutabréfa bankans, í almennu og opnu útboði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Í kjölfar þess að ríkið tilkynnti á föstudag um fyrirhugað opið almennt útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka, birti Arion banki erindi til Íslandsbanka um áhuga sinn á viðræðum um sameiningu bankanna. Í erindinu kom meðal annars fram að hluthöfum Íslandsbanka, þar með talið ríkinu, stæðu til boða hlutabréf í sameinuðum banka samkvæmt tiltekinni aðferðafræði.

Tveir bankar á samkeppnismarkaði

Frumvarp um söluferlið var birt í samráðsgátt fyrir helgi og að loknu samráði verður tekið fyrir á Alþingi. Í frumvarpinu er lögð áhersla á framkvæmdina á útboðsferlinu, það er á hlutlægni, hagkvæmni, jafnræði og gagnsæi, ásamt forgangi almennings.

Frestur stjórnar Íslandsbanka til að svara Arion banka er 14 dagar. 

„Nauðsynlegt að málið verðið metið með vönduðum hætti af hálfu ríkisins“

„Í ljósi þess að um er að ræða stórt mál, sem varðar tvo skráða banka á samkeppnismarkaði með fjölbreyttan hluthafahóp, er eðlilegt og nauðsynlegt að málið verðið metið með vönduðum hætti af hálfu ríkisins, stærsta hluthafans, áður en nokkur afstaða er tekin til erindis Arion banka,“ segir á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Telur samrunann útilokaðan

Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrum efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að nær útilokað að af samrunanum verði enda stóru bankarnir þrír með yfir 90 prósenta markaðshlutdeild. „Og að leyfa samruna þeirra er eiginlega bara útilokað. Það yrði hvergi leyft í Evrópu nema beinlínis að annar bankinn væri á fallandi fæti.“

Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrum efnahags- og viðskiptaráðherra.

Gylfi sagði að vissulega myndi samruni bankanna fela í sér hagræðingu, enda sé íslensk bankakerfi dýrt, með krónu sem gjaldmiðil. Hins vegar sé ekki gefið að hagræðing myndi skila sér til neytenda. Þá sagði Gylfi að með sömu rökum og Arion færi fyrir þessu megi allt eins sameina alla viðskiptabankana þrjá. 

Til að bregðast við ábendingum

Í greinargerð með frumvarpinu um sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka segir að vinna við undirbúninginn hafi staðið yfir undanfarna mánuði. Þar kemur fram að í undirbúningsvinnunni hafi komið fram sjónarmið þess efnis að fyrirkomulag gildandi laga um framkvæmd markaðssetts útboðs geti dregið talsvert úr áhuga erlendra fagfjárfesta á þátttöku. Þá þarfnist sum ákvæði ítarlegri útfærslu eða nánari skýringa til þess að auka líkur á því að útboðið gangi vel.

Tilefni frumvarpsins og nauðsyn þess tengist fram komnum ábendingum um að núgildandi lög skapi áhættu á því að ríkinu takist ekki að ráðstafa eignarhlut sínum í Íslandsbanka sökum þess að hlutlægni hafi verið forgangsraðað um of á kostnað hagkvæmni. Söluaðilar telja óbreytt fyrirkomulag líklegt til þess að bitna á þátttöku erlendra fagfjárfesta og skriðþunga eftirspurnar frá upphafi útboðs, en hvort tveggja er til þess fallið að stuðla að árangursríku og hagkvæmu útboði. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
2
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár