Bankastjórar íslensku viðskiptabankanna fjögurra, sem þó eru æði misjafnir að stærð, fengu samtals laun og sérstakar árangurstengdar greiðslur upp á samtals 260,35 milljónir króna. Hærri laun voru greidd bankastjórum Arion banka og Kviku, sem ríkið á ekki hluti í, en stjórnendur Landsbanka og Íslandsbanka.
Þetta kemur fram í ársreikningum bankanna sem flestir voru birtir í vikunni.

1.Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, var launahæstur bankastjóranna. Hann fékk samtals 68,4 milljónir króna í laun og hlunnindi. Að auki fékk hann árangurstengda greiðslu að upphæð 6,1 milljón króna. Samtals námu greiðslur til hans á síðasta ári 74,5 milljónir króna. Arion banki hagnaðist um 26,1 milljarð króna

2.
Ármann Þorvaldsson, bankastjóri Kviku banka, sem er minnstur íslensku viðskiptabankanna, fékk 60 milljónir króna í laun og hlunnindi. Hann fékk einnig árangurstengda greiðslu að fjárhæð 9,45 milljónir króna. Samtals námu greiðslur til hans …
Athugasemdir (1)