Alma Möller heilbrigðisráðherra segir langvinnan vanda sem blasi við í geðheilbrigðiskerfinu tvíþættan, hið minnsta, og á honum ætli ríkisstjórnin að taka. „Annars vegar er það skortur á legurýmum og björgum hjá geðdeild Landspítalans, þar sem eru of fá pláss. Síðan þarf líka að taka til hendinni þegar kemur að húsnæði réttar- og öryggisgeðdeildar,“ segir hún. „Hins vegar er það skortur á úrræðum og þjónustu við einstaklinga sem eru metnir hættulegir, og hafa brotið af sér en ýmist metnir sakhæfir eða ósakhæfir,“ segir Alma en bendir á að þegar sé vinna í gangi hvað alla þessa þætti varðar.
Alma getur ekki tjáð sig um einstök mál, og ræðir því ekki málið sem rekið var fyrir dómstólum í vikunni þar sem karlmaður er ákærður fyrir að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í haust. Í aðalmeðferðinni kom skýrt fram að maðurinn er með …
Athugasemdir