Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Langvinnur vandi í geðheilbrigðismálum

Alma Möller heil­brigð­is­ráð­herra seg­ir vand­ann í geð­heil­brigðis­kerf­inu vera tví­þætt­an, fleiri legu­rými skorti og úr­ræði fyr­ir ein­stak­linga sem hafa ver­ið metn­ir hættu­leg­ir. Skylda lækna sé að út­skrifa sjúk­linga sem hafa ver­ið nauð­ung­ar­vistað­ir ef það er tal­ið óhætt.

Langvinnur vandi í geðheilbrigðismálum
Skortir úrræði Alma segir skorta úrræði og þjónustu við einstaklinga sem eru metnir hættulegir, og hafa brotið af sér en ýmist metnir sakhæfir eða ósakhæfir. Mynd: Golli

Alma Möller heilbrigðisráðherra segir langvinnan vanda sem blasi við í geðheilbrigðiskerfinu tvíþættan, hið minnsta, og á honum ætli ríkisstjórnin að taka. „Annars vegar er það skortur á legurýmum og björgum hjá geðdeild Landspítalans, þar sem eru of fá pláss. Síðan þarf líka að taka til hendinni þegar kemur að húsnæði réttar- og öryggisgeðdeildar,“ segir hún. „Hins vegar er það skortur á úrræðum og þjónustu við einstaklinga sem eru metnir hættulegir, og hafa brotið af sér en ýmist metnir sakhæfir eða ósakhæfir,“ segir Alma en bendir á að þegar sé vinna í gangi hvað alla þessa þætti varðar. 

Alma getur ekki tjáð sig um einstök mál, og ræðir því ekki málið sem rekið var fyrir dómstólum í vikunni þar sem karlmaður er ákærður fyrir að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í haust. Í aðalmeðferðinni kom skýrt fram að maðurinn er með …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár