Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Þegar borgin fór á taugum

Meiri­hlut­inn í borg­inni sprakk óvænt í lok síð­ustu viku rétt eft­ir ham­fara­veð­ur sem geis­að hafði á land­inu öllu. Öskureið­ur odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar leiddi til þess að Fram­sókn ákvað að leita hóf­anna í mis­heppn­uð­um póli­tísk­um leið­angri sem sprengdi meiri­hluta­sam­starf­ið. Póli­tísk­ir eld­inga­storm­ar og rauð­ar við­var­an­ir voru víða í stjórn­mál­um vik­una ör­laga­ríku.

Þegar borgin fór á taugum
Titringur Taugar borgarstjórnarfulltrúa hafa verið þandar síðustu daga, en mikil spenna og vænisýki hefur einkennt óróa borgarstjórnar. Mynd: Bára Huld Beck

Meirihlutasamstarf Framsóknar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar sprakk skyndilega seint á föstudeginum og kom landsmönnum í opna skjöldu. Hin eiginlegu slit urðu þó á borgarstjórnarfundi þremur dögum áður, þegar nýr oddviti Samfylkingarinnar öskraði á oddvita Framsóknarflokksins vegna afstöðu flokksins á fundinum til flugvallarmálsins þegar umdeild tillaga var samþykkt af Sjálfstæðisflokknum og Framsókn um að flugvöllurinn yrði á sínum stað út skipulagstímabilið, eða til 2040.

Vandinn er djúpstæðari en virðist í fyrstu. Framsóknarflokknum hefur ekki liðið vel í samstarfinu um tíma og einn viðmælandi sagði málið einfaldlega snúast um það að Einari Þorsteinssyni, oddvita Framsóknar, og Heiðu Björgu Hilmarsdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, líki hreinlega ekki við hvort annað.

Heimildin ræddi við fjölda fólks innan og utan borgarstjórnar og í ráðhúsi Reykjavíkur til að freista þess að draga upp raunsanna atburðarás af slitum meirihlutans. Til þess að tryggja að fólk gæti dregið skýrari mynd af atburðarásinni, án þess að stefna eigin hagsmunum í háska, …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Garðar Garðarsson skrifaði
    Það væri forvitnilegt að fá að vita herjir viðmælendur fréttamanns eru í þessari grein sem er nokkuð einhliða í gagnrýni á Samfylkinguna og gamla meirihlutann. Svona umfjöllun þar sem fólk þorir ekki að koma með yfirlýsingar og skoðanir undir nafni er mjög óvönduð fréttamennska.
    1
    • Garðar Garðarsson skrifaði
      Ef maður á að geta dregið ályktanir af þessari grein þá þarf maður að vita hver sagði hvað.
      1
    • EJC
      Ellen Jacqueline Calmon skrifaði
      Tek undir með þér Garðar og er hvumsa yfir óvönduðum vinnubrögðum Heimildarinnar við þessa frétt. Veit fyrir víst að ekki var haft samband við oddvita Samfylkingarinnar við vinnslu fréttarinnar.
      2
  • Birgir Finnsson skrifaði
    Líkast til er það lán í óláni fyrir Einar og Framsóknarflokkinn að ná að fjarlægja sig um stund frá þessu stórbrotna klúðri sem stjórn borgarinnar er orðin. Þessi nýi meirihluti verður umdeildur (þróun kosningaúrslita og skoðanakannana síðust árin sýnir að það er engin eftirspurn eftir þessari blöndu), óvinsæll (enda fær hann í fangið frá fyrsta degi áratuga uppsafnað klúður, s.s. skipulagsmálin, húsnæðismálin, skólamálin o.fl. vond mál sem Samfylking og Píratar eiga skuldlaust) og skammlífur (jafnvel til efs um að hann tóri í 14 mánuði fram að næstu kosningum).

    Og svo er þetta allt einhvernvegin svo hryllilega kauðslegt. Það var bókstaflega hægt að finna kjánahrollinn hríslast um landið þegar oddvitar flokkanna fimm komu fram, rjóðar af spenningi, og sögðust vilja kalla sig "kryddpíurnar".
    -1
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Borgarastèttin í Vesturbænum vill auðvitað flugvöllinn burt. Bæði fyrir fjárfestingarnar þeirra á húsnæðismarkaði og undir fyrirtæki í þjónustu við túrista þarna. Á flugvallarsvæðinu.
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
5
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár