Þegar borgin fór á taugum

Meiri­hlut­inn í borg­inni sprakk óvænt í lok síð­ustu viku rétt eft­ir ham­fara­veð­ur sem geis­að hafði á land­inu öllu. Öskureið­ur odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar leiddi til þess að Fram­sókn ákvað að leita hóf­anna í mis­heppn­uð­um póli­tísk­um leið­angri sem sprengdi meiri­hluta­sam­starf­ið. Póli­tísk­ir eld­inga­storm­ar og rauð­ar við­var­an­ir voru víða í stjórn­mál­um vik­una ör­laga­ríku.

Þegar borgin fór á taugum
Titringur Taugar borgarstjórnarfulltrúa hafa verið þandar síðustu daga, en mikil spenna og vænisýki hefur einkennt óróa borgarstjórnar. Mynd: Bára Huld Beck

Meirihlutasamstarf Framsóknar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar sprakk skyndilega seint á föstudeginum og kom landsmönnum í opna skjöldu. Hin eiginlegu slit urðu þó á borgarstjórnarfundi þremur dögum áður, þegar nýr oddviti Samfylkingarinnar öskraði á oddvita Framsóknarflokksins vegna afstöðu flokksins á fundinum til flugvallarmálsins þegar umdeild tillaga var samþykkt af Sjálfstæðisflokknum og Framsókn um að flugvöllurinn yrði á sínum stað út skipulagstímabilið, eða til 2040.

Vandinn er djúpstæðari en virðist í fyrstu. Framsóknarflokknum hefur ekki liðið vel í samstarfinu um tíma og einn viðmælandi sagði málið einfaldlega snúast um það að Einari Þorsteinssyni, oddvita Framsóknar, og Heiðu Björgu Hilmarsdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, líki hreinlega ekki við hvort annað.

Heimildin ræddi við fjölda fólks innan og utan borgarstjórnar og í ráðhúsi Reykjavíkur til að freista þess að draga upp raunsanna atburðarás af slitum meirihlutans. Til þess að tryggja að fólk gæti dregið skýrari mynd af atburðarásinni, án þess að stefna eigin hagsmunum í háska, …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Garðar Garðarsson skrifaði
    Það væri forvitnilegt að fá að vita herjir viðmælendur fréttamanns eru í þessari grein sem er nokkuð einhliða í gagnrýni á Samfylkinguna og gamla meirihlutann. Svona umfjöllun þar sem fólk þorir ekki að koma með yfirlýsingar og skoðanir undir nafni er mjög óvönduð fréttamennska.
    0
    • Garðar Garðarsson skrifaði
      Ef maður á að geta dregið ályktanir af þessari grein þá þarf maður að vita hver sagði hvað.
      1
  • Birgir Finnsson skrifaði
    Líkast til er það lán í óláni fyrir Einar og Framsóknarflokkinn að ná að fjarlægja sig um stund frá þessu stórbrotna klúðri sem stjórn borgarinnar er orðin. Þessi nýi meirihluti verður umdeildur (þróun kosningaúrslita og skoðanakannana síðust árin sýnir að það er engin eftirspurn eftir þessari blöndu), óvinsæll (enda fær hann í fangið frá fyrsta degi áratuga uppsafnað klúður, s.s. skipulagsmálin, húsnæðismálin, skólamálin o.fl. vond mál sem Samfylking og Píratar eiga skuldlaust) og skammlífur (jafnvel til efs um að hann tóri í 14 mánuði fram að næstu kosningum).

    Og svo er þetta allt einhvernvegin svo hryllilega kauðslegt. Það var bókstaflega hægt að finna kjánahrollinn hríslast um landið þegar oddvitar flokkanna fimm komu fram, rjóðar af spenningi, og sögðust vilja kalla sig "kryddpíurnar".
    -1
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Borgarastèttin í Vesturbænum vill auðvitað flugvöllinn burt. Bæði fyrir fjárfestingarnar þeirra á húsnæðismarkaði og undir fyrirtæki í þjónustu við túrista þarna. Á flugvallarsvæðinu.
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
2
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.
Þegar borgin fór á taugum
4
Greining

Þeg­ar borg­in fór á taug­um

Meiri­hlut­inn í borg­inni sprakk óvænt í lok síð­ustu viku rétt eft­ir ham­fara­veð­ur sem geis­að hafði á land­inu öllu. Öskureið­ur odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar leiddi til þess að Fram­sókn ákvað að leita hóf­anna í mis­heppn­uð­um póli­tísk­um leið­angri sem sprengdi meiri­hluta­sam­starf­ið. Póli­tísk­ir eld­inga­storm­ar og rauð­ar við­var­an­ir voru víða í stjórn­mál­um vik­una ör­laga­ríku.
Svona græddu allir bankarnir milljarða
6
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
6
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu