Meirihlutasamstarf Framsóknar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar sprakk skyndilega seint á föstudeginum og kom landsmönnum í opna skjöldu. Hin eiginlegu slit urðu þó á borgarstjórnarfundi þremur dögum áður, þegar nýr oddviti Samfylkingarinnar öskraði á oddvita Framsóknarflokksins vegna afstöðu flokksins á fundinum til flugvallarmálsins þegar umdeild tillaga var samþykkt af Sjálfstæðisflokknum og Framsókn um að flugvöllurinn yrði á sínum stað út skipulagstímabilið, eða til 2040.
Vandinn er djúpstæðari en virðist í fyrstu. Framsóknarflokknum hefur ekki liðið vel í samstarfinu um tíma og einn viðmælandi sagði málið einfaldlega snúast um það að Einari Þorsteinssyni, oddvita Framsóknar, og Heiðu Björgu Hilmarsdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, líki hreinlega ekki við hvort annað.
Heimildin ræddi við fjölda fólks innan og utan borgarstjórnar og í ráðhúsi Reykjavíkur til að freista þess að draga upp raunsanna atburðarás af slitum meirihlutans. Til þess að tryggja að fólk gæti dregið skýrari mynd af atburðarásinni, án þess að stefna eigin hagsmunum í háska, …
Og svo er þetta allt einhvernvegin svo hryllilega kauðslegt. Það var bókstaflega hægt að finna kjánahrollinn hríslast um landið þegar oddvitar flokkanna fimm komu fram, rjóðar af spenningi, og sögðust vilja kalla sig "kryddpíurnar".