Það er aldrei lognmolla í íslenskum stjórnmálum. Meirihlutinn í borginni er sprunginn og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra á að hafa skipað félagsmálaráðherra, Ingu Sæland, að banna Helgu Þórðardóttur að mynda meirihluta til hægri með Framsókn, Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. Forsætisráðherra átti víst inneign fyrir þessari skipun vegna þess að félagsmálaráðherra skammaði skólastjóra símleiðis, vegna þess að Sigurjón Þórðarson, þingmaður og bróðir Helgu, hótaði að hætta styrkjum til Morgunblaðsins og síðan var eitthvað með skráningu alls konar flokka hjá Ríkisskattstjóra, eða Ríkisendurskoðun. Þetta gerðist allt saman á svona þremur vikum. Það er erfitt að segja hvað er satt og hvað er logið.
Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson hefur þóst hafa heimildir fyrir þessu öllu saman svo vikum skiptir. Hann hefur fullyrt það í Grjótkastinu, vinsælu hlaðvarpi á vegum Viljans, gjaldþrota fjölmiðils í eigu föður hans. Síðan réði hann sig reyndar sem aðstoðarmann Sigmundar Davíðs, formanns Miðflokksins, og svarið við spurningunni: Hvað er það versta sem gæti gerst?
„Þar sem veruleikinn skiptist snyrtilega eftir flokkslínum og sannleikurinn er aukaleikari í mótun hans
Allt þetta gerðist á svona þremur vikum og á meðan þessu stendur er erfitt að átta sig á því hvað ríkisstjórnin ætlar sér í reynd. Og hvaða aðhald stjórnarandstaðan ætlar að veita. Það er erfitt, eða ómögulegt, fyrir leikmann að greina úr málum þegar athygli hans verður fyrir linnulausum árásum þeirra sem sýsla með hana. Þetta sjáum við þegar við lítum vestur yfir haf, þar sem veruleikinn skiptist snyrtilega eftir flokkslínum og sannleikurinn er aukaleikari í mótun hans. Veruleikinn mótast af persónum og leikendum, en ekki þeim málum sem þau hafa til borðs að leggja.
Það særir sjálfsmynd ungs manns þegar hann segir upphátt við sjálfan sig: En getum við ekki bara talað um bókun 35?
Athugasemdir (1)