Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Annar dagur aðalmeðferðar: „Nokkuð ljóst að hér gengi ekki heill maður til skógar andlega“

Þrír lækn­ar, þar af tveir geð­lækn­ar, báru vitni í máli Al­freðs Erl­ings Þórð­ar­son­ar í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur í dag. Einn þeirra sagði eng­an vafa á ósakhæfi Al­freðs. „Fyr­ir mér var al­veg ljóst að hann var al­veg stýrð­ur af þess­um rang­hug­mynd­um.“

Annar dagur aðalmeðferðar: „Nokkuð ljóst að hér gengi ekki heill maður til skógar andlega“

Þrír læknar báru vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag við aðalmeðferð málsins gegn Alfreð Erling Þórðarsyni. Hann er ákærður fyrir að hafa ráðið hjónunum Björgvini Ólafi Sveinssyni og Rósu G. Benediktsdóttur bana á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum.

Geðlæknir á Landspítala sem ræddi við Alfreð að kvöldi 22. ágúst, daginn eftir að hjónin létust, bar meðal annars vitni fyrir dómnum. „Þá var hann í geðrofi, að mínu mati,“ segir hún. „Það var varla heil brú í því sem hann sagði. Hugmyndir um Jesú, djöfla, vísindamenn.“

Hún sagði að Alfreð hefði átt erfitt með að tjá sig í heilum setningum og að erfitt hefði verið að eiga gott samtal við hann. Þá hefði hann glott og brosað á óviðeigandi stöðum og þegar ekki tilefni var til. „Mitt mat er að hann var í geðrofi og hugsanatruflaður.“

Örlaði …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár