„Það eru viðsjárverðir tímar á alþjóðavísu,“ sagði Kristrún Frostadóttir í stefnuræðu forsætisráðherra og bætti því við að margir hafi áhyggjur af þróun og stöðu mannréttinda. Hún lýsti því hins vegar yfir að hér yrði tekin afgerandi afstaða með mannréttindum: „Þessi ríkisstjórn mun ekki gefa eina tommu eftir þegar kemur að mannréttindum hinsegin fólks, kvenna, jaðarsettra eða nokkurs manns. Það kemur ekki til greina.“
Í því samhengi þakkaði hún Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra að taka að sér þetta hlutverk, sem reynslumesti stjórnmálamaður ríkisstjórnarinnar, Alþingis og sennilega íslenskra stjórnmála í dag. „Á næstu árum mun koma sér vel að vera með ofurtrausta konu í forsvari í utanríkismálum og saman munum við takast á við þróun mála í þéttu samstarfi við okkar næstu nágranna, vinaþjóðir og bandalagsríki. Við Íslendingar eigum allt okkar undir virðingu fyrir alþjóðlegum lögum og fullveldi ríkja og munum beita okkur í samræmi við þetta.“
Íslendingar yrðu hins vegar einnig …
Athugasemdir