Meginvextir Seðlabanka Íslands lækkuðu um hálfa prósentu í vikunni og eru nú átta prósent. En meginvextirnir eru greiddir viðskiptabönkum á sjö daga bundin innlán þeirra hjá Seðlabankanum.
Viðskiptabankarnir fylgdu flestir strax í kjölfarið og lækkuðu óverðtryggða vexti til samræmis en Landsbankinn hafði lækkað suma vexti sína fyrir ákvörðun Seðlabankans. Samhliða vaxtaákvörðun peningastefnunefndar var gefið út ritið Peningamál og með því ný greining hagfræðisviðs Seðlabankans á þróun efnahagsumsvifa og verðbólguvæntinga.
Það lítur út fyrir að verðbólgan haldi áfram að hjaðna samkvæmt yfirlýsingu peningastefnunefndar sem byggist á sjálfstæðu mati nefndarinnar á greiningu hagfræðisviðs bankans. Verðbólga mælist nú 4,6% og er því rétt rúmum tveimur prósentum yfir markmið bankans sem er 2,5%. Verðbólga án húsnæðis er komin niður í 3,2%. Samkvæmt samræmdri mælingu Evrópsku hagstofunnar mælist verðbólgan hérlendis 3,6% í desember, en í því ljósi eru 8% stýrivextir háir í evrópskum samanburði. Þó hærri verðbólga hérlendis hafi verið skýrð sögulega með meiri hagvexti …
Athugasemdir (1)