„Það er talsvert um foktjón á Stöðvarfirði,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, en íbúar á Austurlandi lentu illa í fárviðrinu sem er ekki enn gengið niður fyrir austan. Íbúar Stöðvarfjarðar fengu þó verstu byltuna en níu hús skemmdust töluvert í óveðrinu. Þak fauk af einu húsi og fjölmargar rúður sprungu undan bálviðrinu.
Muna ekki eftir öðru eins
„Níu hús hafa orðið fyrir tjóni að því er við teljum, einnig bílar og fleira. En það á eftir að fara betur yfir þetta,“ segir Kristján Ólafur sem segir heildarmyndina ekki ljósa, enda Stöðvarfjörður lokaður vegna óveðursins. Slökkvilið Fjarðarbyggðar kom þangað í gærkvöldi og hefur verið síðan að aðstoða íbúa.
„Margir sem þarna búa og hafa verið lengi, segjast ekki muna eftir öðru eins. Þetta er bara töluverður atburður,“ segir Kristján Ólafur. Spurður út í tjónið segir hann rúður hafa sprungið og þakplötur fokið af …
Athugasemdir