Íslenskur trans maður í Bandaríkjunum óttast öfgafullt ástand

Þótt fólk hafi ótt­ast að Trump myndi þrengja að mann­rétt­ind­um minni­hluta­hópa hef­ur kom­ið á óvart hve sum­ar til­skip­an­ir hans eru öfga­full­ar, seg­ir ís­lensk­ur trans mað­ur sem býr í Banda­ríkj­un­um. Óviss­an um stöðu trans fólks sé slík að hann treysti sér ekki til að tjá sig und­ir nafni. Bjarn­dís Helga Tóm­as­dótt­ir, formað­ur Sam­tak­anna '78, seg­ir mark­visst veg­ið að tján­ing­ar­frelsi minni­hluta­hópa í Banda­ríkj­un­um.

Íslenskur trans maður í Bandaríkjunum óttast öfgafullt ástand
Upplifi röð áfalla Íslendingur sem býr í Bandaríkjunum segir að fólk sé niðurlútt því það upplifi röð áfalla vegna tilskipana Trumps forseta sem vegi að mannréttindum minnihlutahópa. Mynd: AFP

Í landi hinna frjálsu, svo vitnað sé í þjóðsöng Bandaríkjanna, eru nú hópar fólks sem þora ekki að tjá sig opinberlega um nýlegar tilskipanir Trumps Bandaríkjaforseta. Meðal annars um trans fólk. Þeirra á meðal er íslenskur trans maður sem býr þar í landi. 

Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78, segir það staðreynd að fólk í Bandaríkjunum hiki við að tjá sig, enda sé markvisst verið að saxa á tjáningarfrelsi trans fólks og fleiri minnihlutahópa í Bandaríkjunum“. Í því felist alvarleg aðför að lýðræðinu.  

Ungur íslenskur trans maður sem búið hefur í Bandaríkjunum í 15 ár segir að óvissan um framtíð trans fólks í landinu sé slík að hann treysti sér ekki til að koma fram undir nafni. „Þetta er að gerast mjög hratt. Við erum að upplifa röð áfalla þegar kemur að mannréttindum. Eitthvað nýtt kemur upp á hverjum degi, sem þarf að vinna úr. Ég tek vel …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Bandaríkin eru að rakna upp og tvístrast í einhvern óræðan sundurtæting. Heimsveldi á fallanda fæti sem sífellt verður meira eins og skugginn af sjálfu sér.

    Donald Trump og glæpagengi hans er sjúkdómseinkenni á veiku og mölbrotnu ríkjasambandi. Svona skelfilegir og geðveikir ofbeldisseggir koma fram á sjónarsviðið þegar sviðið hefur verið hannað, undirbúið og smíðað.

    Sama átti við um títtnefndan nasistaforingja Þýskalands á öldinni sem leið. Þessir karakterar birtast þegar sjúk samfélög kalla þá til forystu.

    Minnihlutahópar og fólk í viðkvæmri stöðu er sérstaklega í hættu þegar ríki og/eða ríkjasambönd brotna niður. Það er vissulega sorglegt.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu