„Það voru svolítil viðbrigði að flytja hingað í bæinn. Aðallega umferðin og mannfjöldinn, það voru helstu viðbrigðin,“ segir Katrín Lóa Ingadóttir, menntaskólanemandi í Reykjavík. Hún flutti til Reykjavíkur fyrir þremur árum síðan frá Akureyri, en rólegt lífið á landsbyggðinni togar enn í hana.
„Það var samt erfitt að flytja til Akureyrar í upphafi,“ segir Katrín. „Ég flutti þegar ég var átta ára gömul. Þá fannst mér mjög erfitt að fara úr bænum. Það var ekki gott, eiginlega hræðilegt út af vinunum,“ útskýrir hún.
Hún segir þá lífsreynslu þó hafa kennt sér ýmislegt. „Maður verður að vera opinn, sérstaklega ef maður er í kringum nýtt fólk. En þetta er lítið samfélag. Það þekkjast allir mun betur. Þetta er miklu dreifðara í bænum, maður þekkir til dæmis ekki fólk í Hafnarfirði og svoleiðis.“
Katrín Lóa er í Menntaskólanum í Reykjavík og segir það engin sérstök viðbrigði að fara í menntaskóla. „Það er …
Athugasemdir