Ólafur Friðrik Ólafsson reiðir árlega fram hundruð milljóna króna til að bjarga pitsustaðakeðjunni sinni, Pizzunni, frá gjaldþroti. Keðjan hefur verið rekin með ríflega 800 milljóna króna tapi frá því að Ólafur Friðrik keypti sig inn í reksturinn og hefur aldrei, eftir að yfirtökunni var lokið, skilað hagnaði.
Keðjan selur pitsur fyrir hundruð milljóna á hverju ári en hefur ekki tekist að haga rekstrinum þannig að hann komi út í plús. Ólafur Friðrik er eini eigandi fyrirtækisins í dag í gegnum eignarhaldsfélagið OFO ehf.
Lán til jafns við hlutafjáraukningu
Á þriggja ára tímabili, frá 2021–2023, setti hann rúmar 780 milljónir króna inn í félagið í formi nýs hlutafjár auk þess að lána Pizzunni 78 milljónir. Ekki er að sjá að fyrirtækið hefði getað starfað áfram ef ekki væri fyrir þetta árlega hundraða milljóna króna fjárframlag.
Í ársreikningum OFO ehf., sem veita þó mjög takmarkaða innsýn, eru vísbendingar um að öll hlutafjáraukningin …
Athugasemdir