Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Reiðir fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni

Eig­andi einn­ar stærstu pitsustaða­keðju lands­ins hef­ur reitt fram mörg hundruð millj­ón­ir á síð­ustu ár­um til að bjarga henni frá gjald­þroti. Óljóst er hvað­an pen­ing­arn­ir koma. Helsti keppi­naut­ur­inn skil­ar á sama tíma millj­arða hagn­aði.

Reiðir fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni
Árleg björgun Síðustu ár hefur eigandi Pizzunnar þurft að leggja fram háar fjárhæðir í formi nýs hlutafjár og lána til að bjarga rekstri fyrirtækisins. Mynd: Golli

Ólafur Friðrik Ólafsson reiðir árlega fram hundruð milljóna króna til að bjarga pitsustaðakeðjunni sinni, Pizzunni, frá gjaldþroti. Keðjan hefur verið rekin með ríflega 800 milljóna króna tapi frá því að Ólafur Friðrik keypti sig inn í reksturinn og hefur aldrei, eftir að yfirtökunni var lokið, skilað hagnaði. 

Keðjan selur pitsur fyrir hundruð milljóna á hverju ári en hefur ekki tekist að haga rekstrinum þannig að hann komi út í plús. Ólafur Friðrik er eini eigandi fyrirtækisins í dag í gegnum eignarhaldsfélagið OFO ehf. 

Lán til jafns við hlutafjáraukningu

Á þriggja ára tímabili, frá 2021–2023, setti hann rúmar 780 milljónir króna inn í félagið í formi nýs hlutafjár auk þess að lána Pizzunni 78 milljónir. Ekki er að sjá að fyrirtækið hefði getað starfað áfram ef ekki væri fyrir þetta árlega hundraða milljóna króna fjárframlag. 

Í ársreikningum OFO ehf., sem veita þó mjög takmarkaða innsýn, eru vísbendingar um að öll hlutafjáraukningin …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár