Reiðir fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni

Eig­andi einn­ar stærstu pitsustaða­keðju lands­ins hef­ur reitt fram mörg hundruð millj­ón­ir á síð­ustu ár­um til að bjarga henni frá gjald­þroti. Óljóst er hvað­an pen­ing­arn­ir koma. Helsti keppi­naut­ur­inn skil­ar á sama tíma millj­arða hagn­aði.

Reiðir fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni
Árleg björgun Síðustu ár hefur eigandi Pizzunnar þurft að leggja fram háar fjárhæðir í formi nýs hlutafjár og lána til að bjarga rekstri fyrirtækisins. Mynd: Golli

Ólafur Friðrik Ólafsson reiðir árlega fram hundruð milljóna króna til að bjarga pitsustaðakeðjunni sinni, Pizzunni, frá gjaldþroti. Keðjan hefur verið rekin með ríflega 800 milljóna króna tapi frá því að Ólafur Friðrik keypti sig inn í reksturinn og hefur aldrei, eftir að yfirtökunni var lokið, skilað hagnaði. 

Keðjan selur pitsur fyrir hundruð milljóna á hverju ári en hefur ekki tekist að haga rekstrinum þannig að hann komi út í plús. Ólafur Friðrik er eini eigandi fyrirtækisins í dag í gegnum eignarhaldsfélagið OFO ehf. 

Lán til jafns við hlutafjáraukningu

Á þriggja ára tímabili, frá 2021–2023, setti hann rúmar 780 milljónir króna inn í félagið í formi nýs hlutafjár auk þess að lána Pizzunni 78 milljónir. Ekki er að sjá að fyrirtækið hefði getað starfað áfram ef ekki væri fyrir þetta árlega hundraða milljóna króna fjárframlag. 

Í ársreikningum OFO ehf., sem veita þó mjög takmarkaða innsýn, eru vísbendingar um að öll hlutafjáraukningin …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár