Aukaverkanir vegna þyngdarstjórnunarlyfja áberandi

Lyfja­stofn­un fékk rúm­lega þrjú hundruð til­kynn­ing­ar um auka­verk­an­ir í tengsl­um við lyf á síð­asta ári. Þar af voru þyngd­ar­stjórn­un­ar­lyf áber­andi á með­al annarra. Einn gælu­dýra­eig­andi til­kynnti um auka­verk­un.

Aukaverkanir vegna þyngdarstjórnunarlyfja áberandi
Rúna Hauksdóttir er forstjóri Lyfjastofnunnar. Mynd: Lyfjastofnun

Alls bárust 328 tilkynningar um aukaverkanir í tengslum við lyf til Lyfjastofnunar á síðasta ári. Af þeim voru aðeins tíu prósent tilkynninga frá læknum. Formaður Læknafélagsins segir tölfræðina áhugaverða og segir hluta af ástæðunni mögulega gífurlega mikið álag tengt skriffinnsku læknastéttarinnar. Forstjóri Lyfjastofnunar segist ánægð með hversu margir neytendur tilkynni um aukaverkun, en þyngdarstjórnunarlyf eru áberandi í ár.

Ánægð með neytendur

Flestar tilkynningar sem berast til Lyfjastofnunar vegna aukaverkana á lyfjum eru frá lyfjafræðingum, eða 36 prósent allra tilkynninga. Því næst koma neytendur en 34 prósent tilkynninga koma frá þeim. Þá bárust 20 prósent frá öðru heilbrigðisstarfsfólki, svo sem ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum og lyfjatæknum. 

„Við erum mjög ánægð með neytendur,“ segir Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, þegar hún er spurð út í tölurnar og nefnir að það sé til marks um að tilkynningakerfið sé aðgengilegt. Hún segir stofnunina vilja fá allar tilkynningar og minnir sérstaklega á skyldur heilbrigðisstarfsmanna að tilkynna alvarlegar, nýjar …

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MM
    Markus Moller skrifaði
    Mér þætti fróðlegt að vita hvað hún þýðir, talan á milli jákvæðra vs neikvæðra álita ("like" eða "dislike"?)
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár