Alls bárust 328 tilkynningar um aukaverkanir í tengslum við lyf til Lyfjastofnunar á síðasta ári. Af þeim voru aðeins tíu prósent tilkynninga frá læknum. Formaður Læknafélagsins segir tölfræðina áhugaverða og segir hluta af ástæðunni mögulega gífurlega mikið álag tengt skriffinnsku læknastéttarinnar. Forstjóri Lyfjastofnunar segist ánægð með hversu margir neytendur tilkynni um aukaverkun, en þyngdarstjórnunarlyf eru áberandi í ár.
Ánægð með neytendur
Flestar tilkynningar sem berast til Lyfjastofnunar vegna aukaverkana á lyfjum eru frá lyfjafræðingum, eða 36 prósent allra tilkynninga. Því næst koma neytendur en 34 prósent tilkynninga koma frá þeim. Þá bárust 20 prósent frá öðru heilbrigðisstarfsfólki, svo sem ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum og lyfjatæknum.
„Við erum mjög ánægð með neytendur,“ segir Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, þegar hún er spurð út í tölurnar og nefnir að það sé til marks um að tilkynningakerfið sé aðgengilegt. Hún segir stofnunina vilja fá allar tilkynningar og minnir sérstaklega á skyldur heilbrigðisstarfsmanna að tilkynna alvarlegar, nýjar …
Athugasemdir