Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Aukaverkanir vegna þyngdarstjórnunarlyfja áberandi

Lyfja­stofn­un fékk rúm­lega þrjú hundruð til­kynn­ing­ar um auka­verk­an­ir í tengsl­um við lyf á síð­asta ári. Þar af voru þyngd­ar­stjórn­un­ar­lyf áber­andi á með­al annarra. Einn gælu­dýra­eig­andi til­kynnti um auka­verk­un.

Aukaverkanir vegna þyngdarstjórnunarlyfja áberandi
Rúna Hauksdóttir er forstjóri Lyfjastofnunnar. Mynd: Lyfjastofnun

Alls bárust 328 tilkynningar um aukaverkanir í tengslum við lyf til Lyfjastofnunar á síðasta ári. Af þeim voru aðeins tíu prósent tilkynninga frá læknum. Formaður Læknafélagsins segir tölfræðina áhugaverða og segir hluta af ástæðunni mögulega gífurlega mikið álag tengt skriffinnsku læknastéttarinnar. Forstjóri Lyfjastofnunar segist ánægð með hversu margir neytendur tilkynni um aukaverkun, en þyngdarstjórnunarlyf eru áberandi í ár.

Ánægð með neytendur

Flestar tilkynningar sem berast til Lyfjastofnunar vegna aukaverkana á lyfjum eru frá lyfjafræðingum, eða 36 prósent allra tilkynninga. Því næst koma neytendur en 34 prósent tilkynninga koma frá þeim. Þá bárust 20 prósent frá öðru heilbrigðisstarfsfólki, svo sem ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum og lyfjatæknum. 

„Við erum mjög ánægð með neytendur,“ segir Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, þegar hún er spurð út í tölurnar og nefnir að það sé til marks um að tilkynningakerfið sé aðgengilegt. Hún segir stofnunina vilja fá allar tilkynningar og minnir sérstaklega á skyldur heilbrigðisstarfsmanna að tilkynna alvarlegar, nýjar …

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MM
    Markus Moller skrifaði
    Mér þætti fróðlegt að vita hvað hún þýðir, talan á milli jákvæðra vs neikvæðra álita ("like" eða "dislike"?)
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár