Bygging og rekstur vindorkuvera í ofanverðum Norðurárdal og á Grjóthálsi hefði mjög neikvæð áhrif fyrir samfélagið og mannlíf, á náttúruupplifun og ferðamennsku í Norðurárdal og Þverárhlíð og í raun einnig í nálægum sveitum, skrifar Magnús Leópoldsson fasteignasali í umsögn sinni um flokkun verkefnisstjórnar rammaáætlunar á tíu vindorkuverum. Verkefnisstjórnin setti allar virkjanahugmyndirnar í biðflokk, sem í reynd þýðir að frekari gögn vanti svo hægt sé að flokka verkefnin í annaðhvort nýtingarflokk eða verndarflokk.
Magnús, sem á jörð í Norðurárdal, er ekki einn um þá skoðun sína að þau vindorkuver sem áformuð eru á þessum slóðum myndu hafa mikil og neikvæð áhrif. Um það vitna tugir umsagna frá nágrönnum Magnúsar, fólks sem ýmist býr á svæðinu eða á þar afdrep. Magnús segir ljóst að mikil andstaða sé við vindorkuver í norðurhluta Borgarfjarðar meðal íbúa, sumarhúsaeigenda og annarra …
Athugasemdir (1)