Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
Elon Musk sperrir út höndina. Mynd: afp

Hin viðurstyggilega nasistakveðja Elons Musks daginn sem Donald Trump var settur í embætti hefur að vonum vakið mikla athygli.

Kannski ekki síst vegna þess að kveðjuna lét Musk flakka úr ræðustól sem var rækilega merktur forseta Bandaríkjanna.

Hin fasíska tilhneiging margra áhangenda Trumps hefur aldrei fyrr birst á jafn augljósan hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa að nasistasið einu sinni, heldur gerði það tvisvar.

Mussolini og Hitler. Kveðjan var komin frá Mussolini en Hitler tók hana eiginlega yfir.

Sumir þeirra sem reynt hafa að bera blak af Musk hafa þvaðrað um að þessi kveðja væri nú ekki komin upphaflega frá fasistum eða nasistum, heldur væri þetta forn rómversk kveðja sem ítalskir fasistar hefðu svo að vísu tekið upp frá Rómverjum en ekki fyrr en löngu, löngu síðar.

Þetta er bull.

Engar heimildir, nákvæmlega engar, eru um að kveðja í þessa áttina hafi verið notuð af Rómverjum hinum fornu.

Sögusagnir sem tengja kveðjuna við Rómverja eru einfaldlega sprottnar af málverkinu Eiður Hóras-bræðranna eftir franska málarann David en það var málað 1784.

Eiður Hóras- eða Horatiusar-bræðra.Faðir þeirra heldur uppi sverðum þeirra, til hægri eru konurnar í fjölskyldunni grátandi yfir því sem í vændum er.

Málverkið er sprottið af frásögn úr riti rómverska söguritarans Liviusar þar sem fjallað er um allra fyrstu ár Rómaveldis aftur á sjöundu öld FT, fyrir upphaf tímatals okkar.

Rómverjar áttu þá í erjum við íbúa nágrannaborgarinnar Alba Longa og í stað þess að etja öllum íbúum borganna út í stríð var ákveðið að þrír kappar frá hvorri borg skyldu mætast í bardaga og útkljá deilurnar þannig.

Fyrir valinu af hálfu Rómar urðu þrír bræður sem báru ættarnafnið Horatius. Mynd Davids sýnir þá rétt fyrir bardagann þegar þeir vinna eið að því að þeir séu tilbúnir að fórna lífinu fyrir borg sína.

Svo fór að tveir þeirra féllu en einn lifði af og drap alla þrjá fulltrúa Alba Longa.

Þannig hafði Rómaveldi unnið sigur í deilunni.

Hitler heilsar með Hitlers-kveðjunni.

Það sem skiptir máli hér er hins vegar að sá sperrti hægri armur og hönd er snýr niður með útrétta fingur sem bræðurnir sverja með eiðinn er algjörlega uppfinning Davids. Ég ítreka að engar heimildir eru í rómverskum ritum um slíka kveðju.

Málverk Davids olli því hins vegar að ýmsir fóru að ímynda sér að kveðjan væri forn og rómversk.

Þannig birtist hún til dæmis í ýmsum seinni málverkum og teikningum af Rómverjum og ekki síst þegar farið var að gera kvikmyndir í byrjun 20. aldar.

Þannig barst hún til þjóðernisofstopamannsins og skáldsins Gabriele D'Annunzio og þaðan til ítalskra fasista og síðan þýskra nasista. Í hópi nasistanna  varð kveðjan beinlínis skylda og svo útbreidd að hún hefur gjarnan verið nefnd Hitlers-kveðja síðan.

Bandarísk skólabörn heiðra fánann með Bellamy-kveðjunni.

Rétt fyrir 1900 var reyndar farið að nota kveðjuna í Bandaríkjunum þegar börn voru látin vinna eið að hollustu sinni við ættjörðina. Þá var hún kölluð Bellamy-kveðjan eftir manninum sem skrifaði hollustueiðinn fyrir unga fólkið.

Þegar fólk var farið að rugla saman Bellamy-kveðjunni og Hitlers-kveðjunni um 1930 var Bellamy-kveðjan lögð á hilluna og börnin í staðinn látin leggja hönd á hjartastað.

En sem sé, vilji menn afsaka framferði Musks með Hitlers-kveðjunni þannig að þar hafi verið um að ræða ævaforna rómverska kveðju, þá er það úr lausu lofti gripið.

Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað.

Og hefur ekki þótt brúkleg í siðuðu samfélagi í 80 ár — fyrr en þá núna.

Kjósa
95
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MS
    Michael Schulz skrifaði
    I believe it was neither Roman nor German, nor Italien or Spanish but the salute of White Supremacists in the US.
    0
  • GH
    Greg Hill skrifaði
    takk fyrir að útskýra þessa sögu. engin önnur grein sem ég hef lesið annars staðar hefur gert næstum eins gott starf. ég vissi ekki um það málverk: gömul útgáfa af núverandi „going viral“.
    0
  • Kristjana Magnusdotir skrifaði
    Það gamla snýr alltaf aftur, og miklu verra en áður sorry for that mín elskanlegu og við hin íslenska norræna þjóð sem þráir frelsið er bráðum búin aðglata því endanlega í hendur erlendra manna sem svífast einskis ef tækifærin gefast til happý happý life in ours future
    0
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Allur ,,ismi" er hættulegur.
    -1
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Ég man ekki betur en að þessi „Bellamy-kveðja” hafi verið notuð við daglegar fánahyllingar þegar ég dvaldi nokkrum sinnum í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi á sjöunda áratugi síðustu aldar. Hvort nazistar hafi verið einhverjum ofarlega í huga einhvers þar og þá leyfi ég mér að efast um.
    En fróðlegt væri að vita hvort þessi háttur er hafður á enn þann dag í dag.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
5
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár