Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
Elon Musk sperrir út höndina. Mynd: afp

Hin viðurstyggilega nasistakveðja Elons Musks daginn sem Donald Trump var settur í embætti hefur að vonum vakið mikla athygli.

Kannski ekki síst vegna þess að kveðjuna lét Musk flakka úr ræðustól sem var rækilega merktur forseta Bandaríkjanna.

Hin fasíska tilhneiging margra áhangenda Trumps hefur aldrei fyrr birst á jafn augljósan hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa að nasistasið einu sinni, heldur gerði það tvisvar.

Mussolini og Hitler. Kveðjan var komin frá Mussolini en Hitler tók hana eiginlega yfir.

Sumir þeirra sem reynt hafa að bera blak af Musk hafa þvaðrað um að þessi kveðja væri nú ekki komin upphaflega frá fasistum eða nasistum, heldur væri þetta forn rómversk kveðja sem ítalskir fasistar hefðu svo að vísu tekið upp frá Rómverjum en ekki fyrr en löngu, löngu síðar.

Þetta er bull.

Engar heimildir, nákvæmlega engar, eru um að kveðja í þessa áttina hafi verið notuð af Rómverjum hinum fornu.

Sögusagnir sem tengja kveðjuna við Rómverja eru einfaldlega sprottnar af málverkinu Eiður Hóras-bræðranna eftir franska málarann David en það var málað 1784.

Eiður Hóras- eða Horatiusar-bræðra.Faðir þeirra heldur uppi sverðum þeirra, til hægri eru konurnar í fjölskyldunni grátandi yfir því sem í vændum er.

Málverkið er sprottið af frásögn úr riti rómverska söguritarans Liviusar þar sem fjallað er um allra fyrstu ár Rómaveldis aftur á sjöundu öld FT, fyrir upphaf tímatals okkar.

Rómverjar áttu þá í erjum við íbúa nágrannaborgarinnar Alba Longa og í stað þess að etja öllum íbúum borganna út í stríð var ákveðið að þrír kappar frá hvorri borg skyldu mætast í bardaga og útkljá deilurnar þannig.

Fyrir valinu af hálfu Rómar urðu þrír bræður sem báru ættarnafnið Horatius. Mynd Davids sýnir þá rétt fyrir bardagann þegar þeir vinna eið að því að þeir séu tilbúnir að fórna lífinu fyrir borg sína.

Svo fór að tveir þeirra féllu en einn lifði af og drap alla þrjá fulltrúa Alba Longa.

Þannig hafði Rómaveldi unnið sigur í deilunni.

Hitler heilsar með Hitlers-kveðjunni.

Það sem skiptir máli hér er hins vegar að sá sperrti hægri armur og hönd er snýr niður með útrétta fingur sem bræðurnir sverja með eiðinn er algjörlega uppfinning Davids. Ég ítreka að engar heimildir eru í rómverskum ritum um slíka kveðju.

Málverk Davids olli því hins vegar að ýmsir fóru að ímynda sér að kveðjan væri forn og rómversk.

Þannig birtist hún til dæmis í ýmsum seinni málverkum og teikningum af Rómverjum og ekki síst þegar farið var að gera kvikmyndir í byrjun 20. aldar.

Þannig barst hún til þjóðernisofstopamannsins og skáldsins Gabriele D'Annunzio og þaðan til ítalskra fasista og síðan þýskra nasista. Í hópi nasistanna  varð kveðjan beinlínis skylda og svo útbreidd að hún hefur gjarnan verið nefnd Hitlers-kveðja síðan.

Bandarísk skólabörn heiðra fánann með Bellamy-kveðjunni.

Rétt fyrir 1900 var reyndar farið að nota kveðjuna í Bandaríkjunum þegar börn voru látin vinna eið að hollustu sinni við ættjörðina. Þá var hún kölluð Bellamy-kveðjan eftir manninum sem skrifaði hollustueiðinn fyrir unga fólkið.

Þegar fólk var farið að rugla saman Bellamy-kveðjunni og Hitlers-kveðjunni um 1930 var Bellamy-kveðjan lögð á hilluna og börnin í staðinn látin leggja hönd á hjartastað.

En sem sé, vilji menn afsaka framferði Musks með Hitlers-kveðjunni þannig að þar hafi verið um að ræða ævaforna rómverska kveðju, þá er það úr lausu lofti gripið.

Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað.

Og hefur ekki þótt brúkleg í siðuðu samfélagi í 80 ár — fyrr en þá núna.

Kjósa
68
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Allur ,,ismi" er hættulegur.
    0
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Ég man ekki betur en að þessi „Bellamy-kveðja” hafi verið notuð við daglegar fánahyllingar þegar ég dvaldi nokkrum sinnum í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi á sjöunda áratugi síðustu aldar. Hvort nazistar hafi verið einhverjum ofarlega í huga einhvers þar og þá leyfi ég mér að efast um.
    En fróðlegt væri að vita hvort þessi háttur er hafður á enn þann dag í dag.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Það rís úr djúpinu 2: Lífið fæddist í grimmu úthafi og miklu fyrr en talið var
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 2: Líf­ið fædd­ist í grimmu út­hafi og miklu fyrr en tal­ið var

Þeg­ar ég var strák­ur og las fjöl­fræði­bæk­ur þá var mynd­in af upp­hafi lífs­ins á Jörð­inni ein­hvern veg­inn svona: Á huggu­legri frið­sælli strönd hafði mynd­ast grunn­ur poll­ur í flæð­ar­mál­inu. Með flóð­inu bár­ust dag­lega allskon­ar efni í poll­inn sem síð­an urðu eft­ir þeg­ar fjar­aði. Að lok­um var poll­ur­inn orð­inn lík­ast­ur þykkri súpu af allskon­ar efn­um, ekki síst kol­efni en líka fjölda annarra...
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár