Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
Elon Musk sperrir út höndina. Mynd: afp

Hin viðurstyggilega nasistakveðja Elons Musks daginn sem Donald Trump var settur í embætti hefur að vonum vakið mikla athygli.

Kannski ekki síst vegna þess að kveðjuna lét Musk flakka úr ræðustól sem var rækilega merktur forseta Bandaríkjanna.

Hin fasíska tilhneiging margra áhangenda Trumps hefur aldrei fyrr birst á jafn augljósan hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa að nasistasið einu sinni, heldur gerði það tvisvar.

Mussolini og Hitler. Kveðjan var komin frá Mussolini en Hitler tók hana eiginlega yfir.

Sumir þeirra sem reynt hafa að bera blak af Musk hafa þvaðrað um að þessi kveðja væri nú ekki komin upphaflega frá fasistum eða nasistum, heldur væri þetta forn rómversk kveðja sem ítalskir fasistar hefðu svo að vísu tekið upp frá Rómverjum en ekki fyrr en löngu, löngu síðar.

Þetta er bull.

Engar heimildir, nákvæmlega engar, eru um að kveðja í þessa áttina hafi verið notuð af Rómverjum hinum fornu.

Sögusagnir sem tengja kveðjuna við Rómverja eru einfaldlega sprottnar af málverkinu Eiður Hóras-bræðranna eftir franska málarann David en það var málað 1784.

Eiður Hóras- eða Horatiusar-bræðra.Faðir þeirra heldur uppi sverðum þeirra, til hægri eru konurnar í fjölskyldunni grátandi yfir því sem í vændum er.

Málverkið er sprottið af frásögn úr riti rómverska söguritarans Liviusar þar sem fjallað er um allra fyrstu ár Rómaveldis aftur á sjöundu öld FT, fyrir upphaf tímatals okkar.

Rómverjar áttu þá í erjum við íbúa nágrannaborgarinnar Alba Longa og í stað þess að etja öllum íbúum borganna út í stríð var ákveðið að þrír kappar frá hvorri borg skyldu mætast í bardaga og útkljá deilurnar þannig.

Fyrir valinu af hálfu Rómar urðu þrír bræður sem báru ættarnafnið Horatius. Mynd Davids sýnir þá rétt fyrir bardagann þegar þeir vinna eið að því að þeir séu tilbúnir að fórna lífinu fyrir borg sína.

Svo fór að tveir þeirra féllu en einn lifði af og drap alla þrjá fulltrúa Alba Longa.

Þannig hafði Rómaveldi unnið sigur í deilunni.

Hitler heilsar með Hitlers-kveðjunni.

Það sem skiptir máli hér er hins vegar að sá sperrti hægri armur og hönd er snýr niður með útrétta fingur sem bræðurnir sverja með eiðinn er algjörlega uppfinning Davids. Ég ítreka að engar heimildir eru í rómverskum ritum um slíka kveðju.

Málverk Davids olli því hins vegar að ýmsir fóru að ímynda sér að kveðjan væri forn og rómversk.

Þannig birtist hún til dæmis í ýmsum seinni málverkum og teikningum af Rómverjum og ekki síst þegar farið var að gera kvikmyndir í byrjun 20. aldar.

Þannig barst hún til þjóðernisofstopamannsins og skáldsins Gabriele D'Annunzio og þaðan til ítalskra fasista og síðan þýskra nasista. Í hópi nasistanna  varð kveðjan beinlínis skylda og svo útbreidd að hún hefur gjarnan verið nefnd Hitlers-kveðja síðan.

Bandarísk skólabörn heiðra fánann með Bellamy-kveðjunni.

Rétt fyrir 1900 var reyndar farið að nota kveðjuna í Bandaríkjunum þegar börn voru látin vinna eið að hollustu sinni við ættjörðina. Þá var hún kölluð Bellamy-kveðjan eftir manninum sem skrifaði hollustueiðinn fyrir unga fólkið.

Þegar fólk var farið að rugla saman Bellamy-kveðjunni og Hitlers-kveðjunni um 1930 var Bellamy-kveðjan lögð á hilluna og börnin í staðinn látin leggja hönd á hjartastað.

En sem sé, vilji menn afsaka framferði Musks með Hitlers-kveðjunni þannig að þar hafi verið um að ræða ævaforna rómverska kveðju, þá er það úr lausu lofti gripið.

Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað.

Og hefur ekki þótt brúkleg í siðuðu samfélagi í 80 ár — fyrr en þá núna.

Kjósa
95
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MS
    Michael Schulz skrifaði
    I believe it was neither Roman nor German, nor Italien or Spanish but the salute of White Supremacists in the US.
    0
  • GH
    Greg Hill skrifaði
    takk fyrir að útskýra þessa sögu. engin önnur grein sem ég hef lesið annars staðar hefur gert næstum eins gott starf. ég vissi ekki um það málverk: gömul útgáfa af núverandi „going viral“.
    0
  • Kristjana Magnusdotir skrifaði
    Það gamla snýr alltaf aftur, og miklu verra en áður sorry for that mín elskanlegu og við hin íslenska norræna þjóð sem þráir frelsið er bráðum búin aðglata því endanlega í hendur erlendra manna sem svífast einskis ef tækifærin gefast til happý happý life in ours future
    0
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Allur ,,ismi" er hættulegur.
    -1
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Ég man ekki betur en að þessi „Bellamy-kveðja” hafi verið notuð við daglegar fánahyllingar þegar ég dvaldi nokkrum sinnum í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi á sjöunda áratugi síðustu aldar. Hvort nazistar hafi verið einhverjum ofarlega í huga einhvers þar og þá leyfi ég mér að efast um.
    En fróðlegt væri að vita hvort þessi háttur er hafður á enn þann dag í dag.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár