Kolefnisföngun knúin áfram af ótta og græðgi

Ástr­alir eru ekki hrifn­ir af kol­efn­is­föng­un­ar- og förg­un­ar­tækn­inni eða CCS tækn­inni eins og hún er skamm­stöf­uð á ensku. Í Ástr­al­íu er því hald­ið fram að hún sé not­uð til þess að græn­þvo gas- og olíu­fyr­ir­tæki.

Kolefnisföngun knúin áfram af ótta og græðgi
Fá kolefnisföngunarverkefni hafa komist á laggirnar í Ástralíu.Í raun er aðeins eitt slíkt starfrækt í landinu, Gorgon verkefnið svokallaða, og er það sagt víti til þess að varast. Mynd: Unsplash

Ástralía er í fjórða sæti yfir þau ríki sem fanga mestu koldíoxíði með CCS tækninni (Carbon capture and storage). Stærsta CCS verkefnið þar í landi hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir lélegan árangur á sama tíma og verkefnið sogar til sín mikið almannafé. Heimildin hefur fjallað um áform Carbfix í Hafnarfirði og er viðtalið nú hluti af síðustu umfjöllun blaðsins þar sem fjallað er um alþjóðleg viðhorf og reynslu annarra ríkja af kolefnisföngun og förgun.

Rod Campell er rannsóknarstjóri hjá ástralskri hugveitu.

Rod Campell er rannsóknarstjóri hjá Australian Institute hugveitunni, sem sérhæfir sig í rannsóknum á grænum málefnum og áhrifum þeirra á efnahag í landinu. Sjóðurinn hefur sterk tengsl við umhverfissamtök og stjórnmálaflokk græningja þar í landi. Rod er andvígur CCS tækni, sem hann segir að hafi verið markvisst notuð sem grænþvottur fyrir gas-, olíu- og kolarisa. CCS tæknin hefur lengi verið notað í Ástralíu og mikil reynsla er komin á slíka starfsemi þar í landi. Fátt bendir til að tæknin nýtist umhverfinu, þvert á móti að mati Rod. 

„Í Ástralíu hafa leikendur í CCS tækninni breyst umtalsvert á síðustu tuttugu árum,“ segir Rod. Í fyrstu hafi umræðan snúist að mestu leyti um „hrein kol“, eins og það er kallað. „Hugmyndin var sú að við gætum notað eins mikið af kolum og við vildum. CCS tæknin myndi svo hreinsa það allt saman upp,“ útskýrir hann. „Kolin eru ekki jafnstór hluti af raforkukerfinu í dag og þá. Nú nýtum við miklu meira af vind- og sólarorku,“ segir hann og nefnir að hlutfallið nú sé 60 prósent á móti 40 prósent af grænni orku. 

„Það sem hefur hins vegar breyst er að Ástralir eru orðnir einir af stærstu útflutningsaðilum í heiminum á fljótandi gasi. Erum við orðin nánast jafn umsvifamikil og Katar í þessum efnum,“ segir Rod og bætir við að CCS iðnaðurinn hafi því fengið framhaldslíf eftir kolavegferðina og sé núna nánast eingöngu notaður til þess að kolefnisjafna olíu- og gasiðnaðinn.

„Megináhersla CCS tækninnar hér á landi er því aðallega að kolefnisjafna olíu- og gasiðnaðinn,“ segir Rod.

Fyrst og fremst grænþvottur

Spurður hver kostnaður skattgreiðenda sé vegna þessa, segir Rod ekkert einfalt svar við þeirri spurningu. „Iðnaðurinn hefur fengið um 3 milljarða ástralska dollara, eða yfir 260 milljarða íslenskra króna, frá mismunandi þáttum stjórnkerfisins. En það sem er mikilvægara að skilja er að fæst þessara CCS verkefna sem eru áætluð komast aldrei á laggirnar,“ segir hann. „Markmiðið er beinlínis að þessi verkefni komist aldrei á koppinn. Þetta er gert til þess að afvegaleiða stjórnvöld og lánveitendur. Meðal annars svo ekki sé ráðist í kostnaðarsamt hreinsunarstarf á olíu- og gaslindum.“

Það þýðir í reynd að sú hugmynd sé seld að til standi að ráðast í CCS verkefni til þess að dæla koldíoxíði í olíulindirnar sem eru nánast orðnar tómar í stað þess að hreinsa upp svæðið.

„Hundruð gas- og olíulindir eru komnar á síðasta dag og það mun kosta milljarða ástralskra dollara að hreinsa svæðið. Með því að seinka þessu, geta þeir sagst ætla að hreinsa þetta upp í framtíðinni og græða því sem nemur,“ útskýrir Rod og bætir við: „CCS er í raun grænþvottur í Ástralíu og til þess gerður að afvegaleiða almenning og stjórnvöld.“ 

Fanga skattaafslætti

Rod segir áhrifin víða og ólík eftir landsvæðum. „Það er til að mynda CCS verkefni hér í Viktoríu sem hefur verið í bígerð í mörg ár. Það er alfarið fjármagnað af stjórnvöldum og hefur kostað um 15 milljónir dollara,“ segir hann, sem nemur um 1,3 milljörðum íslenskra króna. Verkefnið hefur ekki enn hafið störf.

„Ef þú ert að tala um beina styrki, þá er Ástralía með eina verksmiðju á sinni ábyrgð, og hún er tengd Chevron, oft kölluð Gorgon. Það verkefni hefur fengið mögulega um hundrað milljón ástralskra dollara í beinum styrkjum,“ segir Rod. 

Gorgon er stærsta CCS verkefni veraldar og mjög umdeilt á meðal almennings í Ástralíu. Það kostaði meira en þrjá milljarða ástralskra dollara að byggja verksmiðjuna sem er ætlað að dæla niður CO2 úr gasframleiðslu. Gorgon er í daglegu tali kölluð CCUS tækni, en u-ið stendur fyrir „utilisation“ eða hagnýtingu. Gasið er nýtt til þess að fá meira af jarðefnaeldsneyti upp úr borholum fyrirtækisins. Áætlað var að verkefnið gæti fangað og dælt niður um fjórum milljónum tonna af CO2 á ári hverju. 

Verkefnið er minna í sniðum en Carbfix stefnir á að verða, samkvæmt fjárfestakynningu sem unnin var fyrir fyrirtækið árið 2023. Þar var talað um fyrirætlanir um að dæla niður 4,8 milljónum tonna. Carbfix hefur þó hafnað því, og segjast slíkt aðeins mögulegt, þá sem nýtt verkefni sem færi í gegnum nýtt leyfismat.

Gorgon hefur aldrei náð markmiðum sínum. Að meðaltali hefur það fargað um einni milljón tonna af CO2 á ári hverju. Rod segir verkefnið víti til að varast: „Chevron virðist að auki sama um að tapa peningum á verkefninu, því þeir fá meiri háttar skattaafslætti út af þessari starfsemi,“ segir Rod og bætir við: „Gasiðnaðurinn hefur ekki þurft að greiða skatta af 149 milljörðum ástralskra dollara út af CCS tækninni.“

Stál og sement skipta litlu

Hér á landi er gjarnan rætt um sements- og stálfyrirtæki sem dæmi um iðnað sem þarf á svona tækni að halda. „Þegar litið er til ástralska mengunariðnaðarins þá eru stál og sement ekki jafnmiklir mengunarvaldar og margir gætu haldið. Ekki þegar litið er á stóru myndina. En það gagnast olíu- og gasfyrirtækjum að þessi iðnaður sé þarna líka. Þannig geta þeir viðhaldið einhvers konar rökræðum um tilgang þessarar tækni á meðan sannleikurinn er sá að þetta er aðallega nýtt af olíu- og gasfyrirtækjum,“ segir Rod.  

Spurður út í viðhorf almennings til þessarar starfsemi, segir Rod að flestir átti sig líklega ekki almennilega á henni þar sem hún sé tæknilega flókin. 

„Umhverfisverndarsinnar eru algjörlega andsnúnir CCS tækninni hér í Ástralíu. Aðallega vegna þess að hún er notuð til að réttlæta ný olíu- og gasverkefni. Grænu flokkarnir eru andvígir þessu og efins um gagnsemi CCS tækninnar. Það er ekki nema almenningur verði var við vökvabrot (fracking) sem hann áttar sig á alvöru málsins,“ segir Rod.

Ótti og græðgi ráða för

Aðspurður hvort stjórnmálamenn fylgi vísindum í ákvarðanatöku sinni eða taki mið af efnahagnum, hlær hann. „Þú ert ekki héðan, er það?“

„Ástralskir stjórnmálamenn nálgast þennan iðnað á tvenns konar hátt; af ótta og græðgi,“ segir Rod. Námuiðnaðurinn hafi farið í umfangsmikla auglýsingaherferð gegn Verkamannaflokknum árið 2010 sem hann telur að hafi leitt til ósigurs sitjandi forsætisráðherra. Eftir það hafi stjórnmálin verið óttaslegin við að styggja iðnaðinn.

„Við höfum séð fjölmörg dæmi þar sem stjórnmálafólk fer rakleiðis úr stjórnmálum yfir í störf hjá þessum sömu fyrirtækjum,“ segir Rod. „Það er beinlinis snúningshurð á milli stjórnmálafólks og þessara fyrirtækja.“

Ekkert af þessu snúist um vísindi eða efnahag. „Þetta snýst um að ný gasverkefni eru fjármögnuð með þeim skýringum að verkefnin verða ekki skelfileg vegna CCS tækninnar. Þetta snýst um að afvegaleiða stjórnmálafólk og almenning svo það þurfi ekki að ráðast í dýrt hreinsunarstarf. Þess vegna eru milljarða hagsmunir í þessu.“  

En hvar liggur þá framtíð CCS iðnaðarins að mati Rod?

„Að fenginni reynslu hljóta það að vera olíu- og gasrisar sem viðhalda helst þessari tækni. Það eru jákvæð teikn á lofti, það eru kosningar í nánd og ef Verkamannaflokkurinn nær minnihlutastjórn með Græningjum, gætum við séð breytingar á þessu,“ segir Rod. 

Spurður hversu mörg CCS verkefni hafa virkað í Ástralíu stendur ekki á svari.

„Ó, engin,“ svarar hann og bætir við: „Það er bara eitt verkefni. Það er Gorgon. Það virkar ekki – og er örugglega ekki einu sinni ætlað að virka, nema sem skálkaskjól fyrir fyrirtækið. Og svo auðvitað til þess að fanga skattaafslætti.“

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • DEC
    Deirdre Elizabeth Clark skrifaði
    Important to note that there are different types of CCS projects, so the CCS technology referred to here in the article are where supercritical CO2 is injected into oil and gas reservoirs. Which is different then dissolved CO2 in water and injecting into basalt rocks.
    0
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Valdamiklir, harðlínu-kapítalistar munu gera hvað þeir geta til að afvegaleiða mannkynið með lygum og grænþvotti á leiðinni til einhvers konar glötunar. Græðgin mun knýja þessi öfl áfram af harðfylgi allt þar til berangursleg lygin blasir ein við í allri sinni æpandi nekt. Þá verður allt um seinan og lítið sem ekkert hægt að gera til að rétta kúrsinn. Það er of seint að bjarga risavöxnu fleygi sem er augnablikum fá því að rekast á hrikalegan borgarísjaka.

    Mannkynið siglir áfram með bundið fyrir augun. Hvað er að finna, fram undan, í fjarskanum? Gæti það verið feigðarósinn?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár