„Ég skráði mig vegna þess að ég vil geta varið mig í ýmsum aðstæðum,“ segir Lilja Björt Kristbergsdóttir, þátttakandi á sjálfsvarnarnámskeiði Mjölnis. Námskeiðið, sem er einungis fyrir konur, hefur verið haldið í sjö ár og var stofnað að frumkvæði Sunnu Rannveigar Davíðsdóttur bardagakonu. Lilja Björt er búin að mæta í þrjá tíma og það hefur komið henni á óvart hversu lítið hún vissi í raun um sjálfsvörn. „Og hversu auðvelt það er að læra að verja sig ef maður kann bara réttu tökin og aðferðirnar.“
Auðvelt að læra
Lilja Björt er heilbrigðisstarfsmaður og getur vinnan hennar krafist líkamlegrar snertingar við aðra. „Ég lendi reglulega í óþægilegum aðstæðum í vinnunni og hef getað nýtt mér þessar aðferðir í þeim aðstæðum.“
Hún segist búin að læra ýmsar leiðir til að losa sig úr gripum annarra og …
Athugasemdir