Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Ráðherrann full bjartsýnn á framkvæmdahraða í Fossvogi

Eyj­ólf­ur Ár­manns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra var ekki al­veg með það á hreinu hvenær Foss­vogs­brú ætti að verða til­bú­in til notk­un­ar þeg­ar hann tók fyrstu skóflu­stungu að henni í dag. Skóflu­stung­an að brúnni, sem á að verða klár ár­ið 2028, mark­ar upp­haf fyrstu verk­fram­kvæmda vegna borg­ar­línu­verk­efn­is­ins.

Ráðherrann full bjartsýnn á framkvæmdahraða í Fossvogi
Skóflur Eyjólfur Ármannsson talaði um að það væri draumur hvers samgönguráðherra að halda á skóflu á verkstað þar sem hefja ætti framkvæmdir. Í forgrunni er Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Mynd: Golli

Nýr samgönguráðherra sagði að það væri draumur allra samgönguráðherra að vera mættur með skóflu á verkstað, þegar hann tók fyrstu skóflustunguna að Fossvogsbrú ásamt borgarstjóra Reykjavíkur, bæjarstjóra Kópavogs, forstjóra Vegagerðarinnar og framkvæmdastjóra Betri samgangna í hádeginu í dag.

Eyjólfur Ármannsson var hinsvegar bjartsýnni á framgang verkefnisins en tilefni eru til, en hann sagði „vonandi að framkvæmdir gangi vel fyrir sig þannig að við getum klippt á borða líka, á næsta eða þarnæsta ári,“ þegar reyndin er sú að ekki er gert ráð fyrir að Fossvogsbrú verði tekin til notkunar fyrr en árið 2028.

Eyjólfur bætti svo við að reyndar vissi hann ekki alveg hvenær brúin ætti að verða tilbúin, en klykkti svo út með því að segja aftur að það væri „draumur allra samgönguráðherra, að vera á verkstað“ og sjá framkvæmdir fara af stað.

Keyra eða ekki keyra

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi skrikaði einnig ögn á skötunni í ræðu sinni fyrir skóflustunguna, er hún sagði að áætlanir gerðu ráð fyrir því að tíu þúsund manns myndu „keyra“ yfir brúnna á degi hverjum eftir að hún yrði tekin í notkun.

FossvogsbrúBergþóra, Davíð, Eyjólfur, Einar og Ásdís titruðu af kulda áður en þau tóku fyrstu skóflustunguna að brúnni í sameiningu.

„Nei, ekki keyra – hjóla, ganga og fara með Borgarlínunni í gegnum brúna,“ bætti bæjarstjórinn svo við í leiðréttingartón, en Fossvogsbrúin mun sem kunnugt er eingöngu þjóna gangandi, hjólandi og almenningssamgöngum, auk þess sem ráðgert er að neyðarbílar; sjúkrabílar og slökkvilið, geti nýtt sér hana eins og aðrar akreinar Borgarlínu til að komast hraðar yfir í umferðarkássunni sem höfuðborgarsvæðið er flesta morgna og síðdegi á virkum vetrardögum.

Brúarbygging í margvíslegum skilningi

Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði að það væri „viðeigandi að fyrsta framkvæmdin í borgarlínuverkefninu sé brú“ því hún væri ákveðið tákn um þær brýr sem hafi verið byggðar milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og svo sveitarfélaga og ríkisins hins vegar um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. 

HaugurFossvogsbrúin mun tengja Kársnesið við Vatnsmýrina.

„Til hamingju með daginn,“ sagði Einar og í sama streng tóku þau Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgangna og Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar. 

„Þetta er fyrsta framkvæmdin í Borgarlínu, og markar upphaf að vegferð sem við erum búin að vera að undirbúa í langan tíma. Það er bara stór dagur og til hamingju með það, sem standið hérna nötrandi á beinunum,“ sagði Bergþóra, en fyrirmennin fimm reyndu að halda ræðum sínum stuttum vegna kulda, áður en hafist var handa við að moka.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Hvernig væri nú að kanna hvernig notkun er á brúnni yfir Elliðaána sem átti að verða svo mikil hagsbót að þúsundir áttu jú að ganga yfir hana á hverjum degi. En 2 sólarhringa upptaka úr bíl sem staðsettur var við enda brúarinnar á miðju sumri taldi innan við 300 á þeim tíma.... og flestir virtust fara báðar leiðir gangandi svo heildar talan var lægri. Og þegar götur eru þrengdar vegna strætóa þá eykst þrýstingurinn.... því þið mælduð ekki hversu margir þurfa bíla, reiknið ekki með túristabílunum né þeirri staðreynd að fólk fer ekki í strætó langar leiðir hlaðið innkaupapinklum og labbar svo jafnvel marga kílómetra heim til sín frá næsta stoppustað í hvaða veðri sem ery. Börgarlínan er blautur draumur raunveruleikafirrtara fræðinga sem á sama tíma hlaða niður í miðbæ þjóustunni og túristunum og hunsa staðreynd sem kalllst íslenskt veður. Brjálsemi og bull á kostnað borgarbúa og bætir ekki neitt. En ef við færum allar borgarskrifsofur upp í Breiðholt og bönnum bílaumferð... þá kannski læra borgarfræðingarnir ( sem allir leggja bílnum sínum í merktu stæðin sín eða fyrrum borgarstjóri lánar þeim eitt af sínum fimm ) að fræðin þurfa að byggja á raunveruleikanum ekki fallegu teikningunm og ég get ég geri hugarfarinu. En hey, borgin er með varnarmúr... engin nær sambandi nema með emaili..sem er auðvitað hunsað.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Borgarlína

Fyrst til að bjóða Betri samgöngum í kaffi
ViðtalBorgarlína

Fyrst til að bjóða Betri sam­göng­um í kaffi

Berg­þóra Þor­kels­dótt­ir for­stjóri Vega­gerð­ar­inn­ar seg­ir það vera gamla klisju að tala um að Vega­gerð­in sé gam­aldags stofn­un. Öll­um lyk­il­stjórn­end­um hafi ver­ið skipt út frá ár­inu 2018 og mik­il end­ur­nýj­un hafi orð­ið í starfs­manna­hópn­um. Hún og Bryn­dís Frið­riks­dótt­ir sam­göngu­verk­fræð­ing­ur sett­ust nið­ur með blaða­manni og ræddu um verk­efni sam­göngusátt­mál­ans. Berg­þóra hafn­ar því að yf­ir­stjórn Vega­gerð­ar­inn­ar hafi ver­ið ósátt með stofn­un fé­lags­ins Betri sam­gangna.
Gamaldags Vegagerð sem vill vera aðal
ÚttektBorgarlína

Gam­aldags Vega­gerð sem vill vera að­al

Heim­ild­in leit­aði til nokk­urra ein­stak­linga sem hafa með ein­um eða öðr­um hætti kom­ið að verk­efn­um sem tengj­ast sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og ræddi við þau um Borg­ar­línu, vinnslu verk­efna sátt­mál­ans, fjár­mögn­un þeirra og fram­hald. Í sam­töl­un­um kom nokk­ur gagn­rýni kom fram á Vega­gerð­ina fyr­ir gam­aldags stofn­anakúltúr og lang­ar boð­leið­ir, for­stjór­inn er sagð­ur vilja hafa „putt­ana í öllu“. Yf­ir­stjórn Vega­gerð­ar­inn­ar er sögð hafa átt erfitt með að sætta sig við að fé­lag­ið Betri sam­göng­ur hafi ver­ið stofn­að til að halda ut­an um verk­efni sátt­mál­ans.
Sjálfkeyrandi vagnar hafa ekkert í Borgarlínu
Jökull Sólberg Auðunsson
PistillBorgarlína

Jökull Sólberg Auðunsson

Sjálf­keyr­andi vagn­ar hafa ekk­ert í Borg­ar­línu

Jök­ull Sól­berg ber sam­an Borg­ar­línu og sjálf­keyr­andi bif­reið­ar. „Í mörg­um til­fell­um er sami hóp­ur af­ar svart­sýnn á fjár­hags­mat Borg­ar­línu­verk­efn­is­ins og vill veðja á tækni sem er bók­staf­lega ekki til, hvað þá bú­in að sanna sig við þau skil­yrði sem við ger­um kröfu um á næstu ár­um eft­ir því sem borg­in þétt­ist og fólki fjölg­ar.“

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár