Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Bezos með sína eigin eldflaug

Sam­keppni um netrekst­ur úti í geimi er nær því að verða að veru­leika eft­ir vel heppn­að geim­skot Blue Orig­in, geim­fyr­ir­tæk­is Jeff Bezos, eins rík­asta manns heims.

Bezos með sína eigin eldflaug
Upp og út í geim Eldflaugaskotið heppnaðist þó endurnýtanlegur mótor flaugarinnar hafi týnst í hafinu. Mynd: Gregg Newton / AFP

Blue Origin, geimfyrirtæki Jeffs Bezos, stofnanda Amazon, sendi sína fyrstu eldflaug á braut um jörðu á fimmtudag. New Glenn-eldflauginni var skotið á loft frá Cape Canaveral í Flórída kl. 07.02 að íslenskum tíma og markar þetta stórt skref í samkeppni auðugustu manna heims í geimferðaiðnaði. Geimskotið markar upphaf eiginlegrar samkeppni við SpaceX Elons Musk. 

Báðir vilja fjölga gervihnöttum á braut um jörðu, reka einkareknar geimstöðvar og bjóða ferðalög til tunglsins. „Til hamingju með að ná á braut í fyrstu tilraun!“ skrifaði Musk til Bezos á samfélagsmiðli sínum X.

Þrátt fyrir að hafa glímt við tæknileg vandamál fyrr í vikunni tókst skotið, en mótor eldflaugarinnar, sem átti að vera endurnýtanlegur, týndist í Atlantshafi eftir um 20 mínútna flug. Áfanginn er þó mikill, fyrir Blue Origin.

Eldflaugin er stærri og öflugri en algengasta eldflaug SpaceX, Falcon 9. Bezos ætlar að nýta hana til að koma á laggirnar Project Kuiper, sem felur í sér þúsundir lágbrautargervihnatta til að veita internetþjónustu. Það verður bein samkeppni við Starlink-þjónustu SpaceX.

New Glenn er nefnd eftir John Glenn, fyrsta bandaríska geimfaranum til að fara á braut um jörðu. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    New Glenn er vissulega stór geimflaug en Starship er mun stærri og verður auk þess með 2-3 sinnum meiri burðargetu. Jafnframt verður Starship endurnýtanlegt að fullu en aðeins fyrsta stig New Glenn verður endurnýtanlegt (a.m.k. að svo stöddu hvað svo sem síðar verður).
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár