Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Biden kveður og varar við: „Í dag er auðræði að myndast“

Í kveðju­ávarpi sínu var­aði Joe Biden Banda­ríkja­for­seti við valda­sam­þjöpp­un auðs og tækni.

Biden kveður og varar við: „Í dag er auðræði að myndast“
Biden kveður Hann hóf feril sinn í stjórnmálum árið 1970. Nú, 82 ára gamall, víkur hann fyrir Donald Trump og óttast um framtíð lýðræðisins. Mynd: AFP

Um leið og hann státaði af góðri stöðu efnahagsmála og vopnahléssamningi Ísraels við Hamas var þungur tónn í kveðjuávarpi Joe Bidens Bandaríkjaforseta í gærkvöldi, eftir meira en hálfrar aldar feril í stjórnmálum. „Ég hef hugsað mikið um hver við erum, eða hver við ættum að vera,“ sagði Biden. Meira sagði hann þó um það sem hann segir að stefni í að verði, að lýðræði umbreytist enn meira í auðræði, þar sem þau ríkustu ráða og réttindi venjulegs fólks verði undir.

„Í kveðjuræðu minni í kvöld vil ég vara landið við ákveðnum hlutum sem valda mér miklum áhyggjum. Og það er hættan á samþjöppun valds í höndum fárra einstaklega auðugra einstaklinga, og hættulegar afleiðingar ef misnotkun þeirra á valdi er ekki stöðvuð. Í dag er auðræði að myndast í Bandaríkjunum, byggt á gríðarlegum auði, valdi og áhrifum, sem bókstaflega ógnar öllu lýðræði okkar, grundvallarréttindum og frelsi og jöfnum tækifærum.“

Sérstaklega kvaðst Biden óttast uppgang tæknibaróna, en þeir hafa í vaxandi mæli stutt verðandi forseta, Donald Trump, í verki og orðum.

„Bandaríkjamenn grafast undir flóði rangfærslna og villandi upplýsinga sem auðvelda misnotkun valds. Frjáls fjölmiðlun er að hrynja. Ritstjórar hverfa. Samfélagsmiðlar gefast upp á staðreyndaskoðun. Sannleikurinn er kæfður af lygum sem eru sagðar í þágu valds og gróða. Við verðum að draga samfélagsmiðla til ábyrgðar til að vernda börnin okkar, fjölskyldur okkar og sjálft lýðræðið gegn misnotkun valds. Á sama tíma er gervigreind mikilvægasta tækni okkar tíma, jafnvel allra tíma.“

Viðvaranir Bidens við endalok ferils hans koma í kjölfar þess að ríkasti maður heims, Elon Musk, studdi andstæðing hans, Donald Trump, með opinberum stuðningi og fjárframlögum sem áætluð eru milli 30 til 40 milljarðar íslenskra króna.

Þá hafa auðmenn og eigendur helstu tæknifyrirtækja, Jeff Bezos, eigandi Amazon, og Mark Zuckerberg, stofnandi og aðaleigandi Meta og þar með Facebook, lagt fram fjárframlög fyrir vígsluathöfn Trumps. Sömuleiðis kynnti Zuckerberg í síðustu viku að hætt yrði með staðreyndavöktun á Facebook. Báðir ætla að þeir að mæta á vígsluathöfn Donalds Trumps á mánudag.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þarna sést hvað menntun þjóðar skiptir miklu máli. Það eru hinir ómenntuðu sem eru að kjósa Trump og kjósa frá sér lýðræðið. Demokratar hafa líka ekki sinnt þessum hópi nógu mikið,en Trump plataði fólk upp úr skónum.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár