„Við sjáum hvað þið eruð að gera“

„Þetta er nýj­asta tækni. Lít­ur frek­ar vel út, er það ekki?“ spyr Al Gore um fyr­ir­tæk­in sem þrýsta á meiri áherslu á kol­efn­is­föng­un og förg­un. Vís­inda- og fræði­fólk í þrem­ur heims­álf­um er ef­ins um að tækn­in sem starf­semi Car­bfix bygg­ir á sé rétta leið­in til að berj­ast gegn loft­lags­vánni.

Kolefnisföngun og förgun er frumstæð og kostnaðarsöm tækni. Þetta eru niðurstöður vísindamanna við Oxford-háskóla. Í viðtali við Heimildina er tæknin sögð hægvirk og áhrifalítil í loftslagsbaráttunni. Bandarískur fræðimaður varar við að kolefnisföngun geti skapað nýjan iðnað sem haldi losun gróðurhúsalofttegunda gangandi, en líftími slíkra fyrirtækja er bundinn líftíma losunaraðila. Rannsóknarstjóri hjá ástralskri hugveitu kallar tæknina afvegaleiðingu olíu- og gasiðnaðarins, og Ástralir eru almennt neikvæðir eftir slæma reynslu af CCS-verkefnum.

Orkuveita Reykjavíkur, ásamt Carbfix, ætla að kosta töluverðu til þess að koma á laggirnar Coda Terminal-verkefninu í Hafnarfirði í von um milljarða hagnað. Til stendur að flytja koldíoxíð frá fjölmörgum alþjóðlegum fyrirtækjum til Íslands til förgunar. Efasemdir hafa þó komið fram varðandi þessa tækni sem tól í loftslagsbaráttunni. 

Faðir loftslagsumræðunnar, Al Gore, skefur ekki utan af því þegar hann segir kolefnisföngun og förgun lítið annað en svikastarfsemi. Heldur hann því fram að þessi tækni sé í umræðunni til þess eins að …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár