Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Dulinn þáttur í borgarlífinu eru dýr sem fara illa“

Ólaf­ur Ingi Heið­ars­son, mein­dýra­eyð­ir hjá Reykja­vík­ur­borg, finn­ur vel fyr­ir þeim áhrif­um sem fuglain­flú­ens­an H5N5 hef­ur á fugla borg­ar­inn­ar. Á ein­um degi fær hann fleiri til­kynn­ing­ar um dauða fugla en í hefð­bundn­um mán­uði.

„Dulinn þáttur í borgarlífinu eru dýr sem fara illa“
Finnur til með dýrum sem þjást Skæð fuglainflúensa geisar í borginni og Ólaf­ur Ingi Heið­ars­son, mein­dýra­eyð­ir hjá Reykja­vík­ur­borg, hefur í nægu að snúast og þeysist um borgina og hirðir upp hræ. Hann finnur til með dýrum sem þjást. Mynd: Golli

Ólafur Ingi Heiðarsson, teymisstjóri meindýravarna hjá Reykjavíkurborg, stendur í ströngu þessa dagana. Skæð fuglainflúensa hefur herjað á fugla víðs vegar um borgina, en það hefur það í för með sér að Dýraþjónusta Reykjavíkur þarf að sækja dauða eða mjög veika fugla á höfuðborgarsvæðinu. 

Inflúensan herjar einkum á gæsir, en Ólafur telur að um níutíu prósent þeirra fugla sem hann hafi þurft að hafa afskipti af séu grágæsir. „Ég er búinn að sækja sjálfur fjórar álftir, sem er mjög óvenjulegt. Við sækjum mjög sjaldan álftir. En þær hafa greinilega verið að fara eitthvað illa út úr þessu líka.“ 

Einn dagur á við hefðbundinn mánuð

Reykjavíkurborg miðlaði því til borgarbúa í vikunni að láta Dýraþjónustuna vita af veikum eða dauðum fuglum, en fólk er beðið um að meðhöndla þá ekki sjálft. Sjálfur hvetur Ólafur almenning að hika ekki við að láta í sér heyra finni fólk dauða fugla. „Það er svo mikilvægt og mun hjálpa til við að halda þessu í skefjum.“

Ólafur segir að yfirleitt sé minna að gera hjá meindýraeyðum í janúar en fuglaflensufaraldurinn hafi breytt því nokkuð. Þegar blaðamaður ræddi við Ólaf var klukkan að verða tvö eftir hádegi, en þá var hann þegar búinn að fá tuttugu tilkynningar um dauða fugla þann daginn. „Sem er meira en hefðbundinn mánuður.“

Fyrstu þrjá daga vikunnar giskar Ólafur á að hann hafi sótt allt að sjötíu fugla og nokkra tugi í vikunni þar á undan. Hann segir þó erfitt að meta hvernig fjöldi dauðra fugla þróist á milli daga því að tilkynningarnar taki alltaf kipp þegar fjallað er um faraldurinn í fréttum. „En það er klárlega stígandi í þessu á heildina litið.“ 

Einhvern veginn gengur þetta upp

Þau svæði sem hann hefur helst þurft að heimsækja eru Vatnsmýrin, þar sem gríðarlegt magn af fuglum hefur drepist. „Tjörnin auðvitað, það eru daglegar heimsóknir þangað. Bakkatjörn úti á Nesi og í sveitarfélögunum í kring líka.“

Aðeins tveir starfsmenn sinna því að sækja fuglana, Ólafur og einn annar sem vinnur hálfan daginn. Síðustu dagar hafa því verið annasamir.

„Ótrúlegt en satt, einhvern veginn gengur þetta upp. En ég skal alveg játa það að maður þarf að skipuleggja sig vel, því þetta eru ekki einu verkefnin sem við höfum. Við þurfum að fara í skóla og eitra og í rottuútköll hjá fólki og svona, sem er ekkert voðalega til í að bíða.“ 

„Það sem gefur djobbinu okkar gildi er bara hvað maður uppsker mikið þakklæti hjá fólki
Ólaf­ur Ingi Heið­ars­son,
mein­dýra­eyð­ir hjá Reykja­vík­ur­borg

Sjálfur segist hann trúa á það að bregðast hratt við þegar fólk þarf aðstoð meindýraeyðis, enda skipti þjónusta þeirra fólk miklu máli. „Í þessum geira er fólk rosalega tvístígandi, veit bara ekkert hvað það á að gera. Þetta eiginlega heltekur hugann og því fyrr sem við getum komið, því farsælla. Það sem gefur djobbinu okkar gildi er bara hvað maður uppsker mikið þakklæti hjá fólki. Maður er að bjarga deginum hjá þeim.“

Finnur til með dýrum sem þjást

Það að sækja dauða fugla er hluti af hversdegi meindýraeyðisins, en Ólafur telur að sennilega séu fleiri fuglar í borginni en fólk heldur almennt. „Eðlilega falla einstaklingar. Fuglar eru missterkir til að höndla vírusa og kalda veðrið og allt þetta. Dulinn þáttur í borgarlífinu eru dýr sem fara illa. Þau geta farið illa af bílum, fólki, öðrum dýrum og mannvirkjum þess vegna. Það er alveg nóg að gera í þessu heilt yfir.“

Spurður hvort það taki á að horfa upp á svona mikinn dýradauða segir Ólafur að það venjist eins og hvað annað. „En auðvitað finnur maður til með einstaklingum sem eru að þjást. Flestir sem eru að vinna í þessu eru unnendur dýra, ástríðufólk um dýr. Þannig að þetta er leiðindaþáttur í þessu, en mjög mikilvægur.“

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.

Mest lesið

Meirihlutaslitin
1
Aðsent

Guðný Maja Riba, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf og Skúli Helgason

Meiri­hluta­slit­in

Skipt­ar skoð­an­ir voru með­al ann­ars um hug­mynd­ir um fyr­ir­tækja­skóla og heim­greiðsl­ur til for­eldra, skrifa fjór­ir borg­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í að­sendri grein. Þau segja að mál flug­vall­ar­ins hafi ver­ið erf­ið­ara. „Fyr­ir­vara­laus og ein­hliða slit meiri­hluta­sam­starfs­ins“ hafi kom­ið þeim í opna skjöldu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
3
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.
Svona græddu allir bankarnir milljarða
6
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár