„Við þurfum minnst níu herbergi, eitt fyrir hvert og eitt,“ segir níu ára stúlkubarn brosandi við mömmu sína þegar þær plana framtíð sína á Gaza-svæðinu, við sjónauka þar sem áhorfendur frá Ísrael fagna hverri sprengingu á þessu landi sem þeir sjá sem sitt. Stelpan hrópar að þar verði að vera herbergi fullt af dóti og með tölvu. Og mamman kinkar kolli og segir síðan: „Og þú færð líka sundlaug.“
Á þessa leið er niðurlag greinar í tímaritinu Der Spiegel, síðan 21. desember síðastliðinn, sem ber fyrirsögnina: Eftir ár búum við á Gaza.
Greinin hefst á lýsingu á eins konar skemmtisvæði í kringum sjónauka og er sérlega efnismikil, þéttskrifuð á fimm síðum með fjölda viðmælanda. Hér er aðeins stiklað á stóru til að miðla kjarna hennar.
Téður sjónaukinn er á hól andspænis Gaza-svæðinu. Fyrir fimm Schekel, sem samvarar um 1.30 Evrum, má frá brún ísraelsku borgarinnar …
Athugasemdir