Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Íslendingar spenntari fyrir atkvæðagreiðslu en aðild að ESB

Meiri­hluti lands­manna vill at­kvæða­greiðslu um hvort að­ild­ar­við­ræð­um Ís­lands við Evr­ópu­sam­band­ið verði hald­ið áfram. 45 pró­sent eru hlynnt að­ild að sam­band­inu.

Íslendingar spenntari fyrir atkvæðagreiðslu en aðild að ESB

Samkvæmt nýrri könnun Prósents eru 45 prósent Íslendinga hlynnt aðild að Evrópusambandinu (ESB). Hærra hlutfall, eða 58 prósent, er hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að hefja eigi aðildarviðræður líkt og ný ríkisstjórn hefur boðað að eigi sér stað eigi síðar en 2027. 

AðildHér má sjá afstöðu fólks til aðildar Íslands að Evrópusambandinu

Þótt hlutfall þeirra sem vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið sé minna en helmingur landsmanna eru talsvert færri, eða 35 prósent, sem eru andvígir aðildinni. Tuttugu prósent hafa ekki myndað sér skoðun.

Samkvæmt niðurstöðum Maskínu eru launþegar í fullu starfi og fólk á eftirlaunum hlynntast aðild en atvinnurekendur andvígastir. 

Kjósendur Sjálfstæðisflokks andvígastir atkvæðagreiðslu

Sem fyrr segir vill meirihluti þjóðarinnar, 58 prósent, að kosið verði um aðildarviðræður að ESB. Andvígir atkvæðagreiðslu eru 27 prósent en 15 prósent eru hvorki né. Þau sem kusu Pírata, Samfylkinguna og Viðreisn í síðustu alþingiskosningum eru hlynntust atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður en kjósendur Sjálfstæðisflokksins, Lýðræðisflokksins og Miðflokksins eru andvígastir.

Aðeins minni áhugi á atkvæðagreiðslu virðist vera meðal yngsta aldurshópsins, 18-24 ára. Þar er aðeins helmingur sem vill að kosið verði. Mestur áhugi er meðal 45-54 ára, í þeim hópi vilja 65 prósent ganga að kjörborðinu.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    56% þeirra sem taka afstöðu eru hlynntir aðild og 68% þeirra hlynntir því að haldið verði áfram með samningaviðræður.
    Þetta bendir til að aðild verði samþykkt með miklum meirihluta að öllu óbreyttu.
    Endanlegir samningar munu leiða í ljós að hræðsluáróður andstæðinga aðildar á við lítil rök að styðjast.
    0
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Stjórnarskráin leyfir ekki ESB aðild. Engin þjóðaratkvæðagreiðsla getur breytt því.
    0
    • PB
      Páll Bragason skrifaði
      Vilji þjóðin ganga í Evrópusambandið getur alþingi gert þær breytingar á stjórnarskrá sem nauðsynlegar kunna að vera. Vilji þjóðarinnar er aðalatriði.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár