Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Toppurinn á tilverunni að fá leikskólapláss

Hápunkt­ur síð­asta árs hjá Rakel Unni Thorlacius var þeg­ar tveggja og hálfs árs gam­all son­ur henn­ar fékk leik­skóla­pláss. Á þessu ári ætl­ar hún að setja sjálfa sig í fyrsta sæti.

Toppurinn á tilverunni að fá leikskólapláss
„Me-time“ Rakel Unnur Thorlacius ætlar að setja sjálfa sig í fyrsta sæti á nýju ári, nú þegar tveggja og hálfs árs gamall sonur hennar er loks kominn með leikskólapláss. Mynd: Heimildin/Erla María

Það besta sem kom fyrir mig á síðasta ári er að barnið mitt komst inn á leikskóla. Ég þakka fyrir að barnið mitt komst loksins inn á leikskóla, fyrir hans hönd líka, hann var að verða brjálaður á að vera heima. Það hljómar kannski þunglynt en það var toppurinn á 2024. Hann er tveggja og hálfs. Hann var ekki hjá dagmömmu eða neitt þannig ég er mjög glöð að fá að endurheimta smá af lífi mínu til baka eftir þetta.

„Það hljómar kannski þunglynt en það var toppurinn á 2024“

2025 verður árið sem ég get loksins farið í smá „me-time“ aftur. Ég ætla að hugsa vel um sjálfa mig. Ég ætla að fara í ræktina, stunda hugleiðslu og hitta vini. Svo elska ég að vera hér, í vintage-búðinni Wasteland. Þetta er búðin mín. Ég er að undirbúa útsölur og mér finnst geggjað að geta unnið við áhugamálið mitt. Ég fyllist gleði við að vera hér. 

Mig langar að vera bara betri en í gær, ég ætla að reyna að gera það á þessu nýja ári. Ég ætla að hugsa um sjálfa mig, setja mig í fyrsta sæti. Það er markmiðið á þessu ári, eins og kannski hjá öllum bara? En sama hvað er í gangi þá verður maður að halda áfram. Litli er búinn að vera veikur í mánuð og ég er ekki búin að fara neitt í ræktina. En ég ætla að vera ákveðnari við sjálfa mig á þessu ári. Setja mig í fyrsta sæti.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu