Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Guðmundur Ari nýr þingflokksformaður Samfylkingar

Guð­mund­ur Ari Sig­ur­jóns­son verð­ur þing­flokks­formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar þeg­ar þing kem­ur sam­an síð­ar í þess­um mán­uði. Arna Lára Jóns­dótt­ir verð­ur vara­formað­ur stjórn­ar þing­flokks og Kristján Þórð­ur Snæ­bjarn­ar­son rit­ari. Öll koma þau ný inn á þing.

Guðmundur Ari nýr þingflokksformaður Samfylkingar
Þingflokksformaður Guðmundur Ari Sigurjónsson var í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í kosningunum í nóvember. Áður var hann oddviti Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Guðmundur Ari Sigurjónsson var kjörinn þingflokksformaður Samfylkingarinnar á þingflokksfundi í dag. Guðmundur Ari skipaði 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í kosningunum í nóvember. Áður var hann oddviti Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi. Hann tekur við stöðu þingflokksformanns af Loga Einarssyni sem nú hefur tekið til starfa sem menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.

Arna Lára Jónsdóttir var kjörin varaformaður stjórnar þingflokks og Kristján Þórður Snæbjarnarson ritari. Öll koma þau ný inn á þing en Arna Lára hefur tekið sæti sem varaþingmaður, fyrst árið 2010 en síðast í febrúar 2020. 

Kosningin var samhljóða og samkvæmt tillögu formanns flokksins. 
„Það er mikil ábyrgð og heiður sem fylgir því vera formaður í þingflokki jafnaðarmanna. Samfylkingin hefur átt öflugan þingflokk og eftir kosningar fjölgaði verulega í hópnum. Ég hlakka til að vinna með þessu fjölhæfa fólki í góðu samstarfi við ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur og aðra flokka á Alþingi. Við höfum verk að vinna,“ er haft eftir Guðmundi Ari um kjörið í tilkynningu frá Samfylkingunni.

Guðmundur Ari hefur verið formaður framkvæmdastjórnar í Samfylkingunni frá landsfundi haustið 2022 en lætur nú af þeirri stöðu. Hann hefur setið í sveitarstjórn á Seltjarnarnesi frá árinu 2014.

Þing kemur saman 20. janúar. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár