„Þessum hryllingi verður að linna“

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráð­herra, ræddi í dag við fram­kvæmda­stjóra UN­RWA og yf­ir­mann mann­úð­ar- og upp­bygg­ing­ar­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna fyr­ir Gaza. Þar til­kynnti hún UN­RWA að Ís­land muni greiða fram­lög til stofn­un­ar­inn­ar fyrr en áætl­að var, í ljósi gríð­ar­legr­ar mann­úð­ar­þarf­ar.

„Þessum hryllingi verður að linna“

„Ástandið á Gaza er óásættanlegt og sýnir allar verstu og grimmustu hliðar mannlegs eðlis. Það er öruggt að framin hafa verið alvarleg brot á alþjóðalögum – jafnvel það sem okkur er tamt að tala um sem þjóðarmorð, en úr því fæst ekki endanlega skorið nema fyrir alþjóðadómstólum. Ég veit að íslensku þjóðinni ofbýður þetta ástand – og það sama á við um mig,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, í færslu á Facebooksíðu hennar. 

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að ráðherra hafi í dag rætt við framkvæmdastjóra UNRWA og yfirmann mannúðar- og uppbyggingarmála Sameinuðu þjóðanna fyrir Gaza, en síðan vísar ráðuneytið á Facebooksíðu Þorgerðar Katrínar vegna nánari upplýsinga um innihald samtalanna. 

UNRWA er Palestínuflóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna en athygli vakti snemma á síðasta ári þegar þáverandi utanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson, ákvað að frysta tímabundið greiðslur íslenskra ríkisins til hennar eftir að ásakanir komu fram um að starfsmenn UNRWA hefðu átt aðeild að árás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023. Í mars  var síðan tilkynnt af hálfu ráðneytisins að framlagið yrði greitt fyrir gjaldagann, 1. apríl.

Á Facebooksíðu sinni segir Þorgerður Katrín að í símtali sínu við Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóra UNRWA, hafi hún staðfest við hann að Ísland muni greiða framlög til stofnunarinnar fyrr en áætlað var, í ljósi gríðarlegrar mannúðarþarfar. Ísland meti mikils það mikilvæga starf sem Lazzarini og starfsfólk hans inna af hendi við afar krefjandi aðstæður. 

Óviðunandi staða 

Þá skrifar Þorgerður Katrín að í samtali við Sigrid Kaag, yfirmann mannúðar- og uppbyggingarmála Sameinuðu þjóðanna fyrir Gaza, hafi þær farið yfir „mikilvægi þess að koma á vopnahléi í Gaza, bæta aðgengi að mannúðaraðstoð og finna leið að lausn fyrir fólkið á svæðinu. Því staðan núna er óviðunandi.“

„Ísland stendur með saklausum borgurum og börnum sem líða fyrir þessar ólýsanlegu hörmungar“

Þorgerður Katrín skrifar: „Það er mín einlæga trú að alþjóðasamfélagið geti gert meira og talað hærra - fyrir friði og fyrir fólkið sem býr við óhugsandi og grimmilegar aðstæður á degi hverjum. Þar getum við Íslendingar sannanlega orðið að liði. Við komuna í utanríkisráðuneytið einsetti ég mér að beita rödd minni hvert sem ég fer, í þágu mannúðar og frelsis.

Ég hef þegar óskað eftir fleiri samtölum við forsvarsmenn alþjóðastofnana og ríkja sem að deilunni koma til að öðlast dýpri skilning á stöðunni, gera þeim grein fyrir afstöðu Íslands í málinu og bjóða fram krafta okkar. Ísland stendur með saklausum borgurum og börnum sem líða fyrir þessar ólýsanlegu hörmungar. Þessum hryllingi verður að linna.“

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Það verður að stíga niður og segja við þá sem stjórna og hlífa að þetta gangi ekki lengur. Það er ekki hægt að vera með þjóð í hernaðarbandalagi sem gerir svona og sem ver það sem er ekki verjanlegt. Nú er þetta orðið þannig að allar þjóðir á þingi Sameinuðu þjóðanna eru á móti þessu nema tvær, sú sem er að fremja glæpina og sú sem er að verja glæpina og aðstoða við þá! Með þessum þjóðum eigum við ekki að vera með í neinu bandalagi.
    4
    • ÞTÞ
      Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
      Ef þú átt við að "spirna við fæti" þá er ég þér alveg sammála
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár