Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

„Þessum hryllingi verður að linna“

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráð­herra, ræddi í dag við fram­kvæmda­stjóra UN­RWA og yf­ir­mann mann­úð­ar- og upp­bygg­ing­ar­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna fyr­ir Gaza. Þar til­kynnti hún UN­RWA að Ís­land muni greiða fram­lög til stofn­un­ar­inn­ar fyrr en áætl­að var, í ljósi gríð­ar­legr­ar mann­úð­ar­þarf­ar.

„Þessum hryllingi verður að linna“

„Ástandið á Gaza er óásættanlegt og sýnir allar verstu og grimmustu hliðar mannlegs eðlis. Það er öruggt að framin hafa verið alvarleg brot á alþjóðalögum – jafnvel það sem okkur er tamt að tala um sem þjóðarmorð, en úr því fæst ekki endanlega skorið nema fyrir alþjóðadómstólum. Ég veit að íslensku þjóðinni ofbýður þetta ástand – og það sama á við um mig,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, í færslu á Facebooksíðu hennar. 

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að ráðherra hafi í dag rætt við framkvæmdastjóra UNRWA og yfirmann mannúðar- og uppbyggingarmála Sameinuðu þjóðanna fyrir Gaza, en síðan vísar ráðuneytið á Facebooksíðu Þorgerðar Katrínar vegna nánari upplýsinga um innihald samtalanna. 

UNRWA er Palestínuflóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna en athygli vakti snemma á síðasta ári þegar þáverandi utanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson, ákvað að frysta tímabundið greiðslur íslenskra ríkisins til hennar eftir að ásakanir komu fram um að starfsmenn UNRWA hefðu átt aðeild að árás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023. Í mars  var síðan tilkynnt af hálfu ráðneytisins að framlagið yrði greitt fyrir gjaldagann, 1. apríl.

Á Facebooksíðu sinni segir Þorgerður Katrín að í símtali sínu við Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóra UNRWA, hafi hún staðfest við hann að Ísland muni greiða framlög til stofnunarinnar fyrr en áætlað var, í ljósi gríðarlegrar mannúðarþarfar. Ísland meti mikils það mikilvæga starf sem Lazzarini og starfsfólk hans inna af hendi við afar krefjandi aðstæður. 

Óviðunandi staða 

Þá skrifar Þorgerður Katrín að í samtali við Sigrid Kaag, yfirmann mannúðar- og uppbyggingarmála Sameinuðu þjóðanna fyrir Gaza, hafi þær farið yfir „mikilvægi þess að koma á vopnahléi í Gaza, bæta aðgengi að mannúðaraðstoð og finna leið að lausn fyrir fólkið á svæðinu. Því staðan núna er óviðunandi.“

„Ísland stendur með saklausum borgurum og börnum sem líða fyrir þessar ólýsanlegu hörmungar“

Þorgerður Katrín skrifar: „Það er mín einlæga trú að alþjóðasamfélagið geti gert meira og talað hærra - fyrir friði og fyrir fólkið sem býr við óhugsandi og grimmilegar aðstæður á degi hverjum. Þar getum við Íslendingar sannanlega orðið að liði. Við komuna í utanríkisráðuneytið einsetti ég mér að beita rödd minni hvert sem ég fer, í þágu mannúðar og frelsis.

Ég hef þegar óskað eftir fleiri samtölum við forsvarsmenn alþjóðastofnana og ríkja sem að deilunni koma til að öðlast dýpri skilning á stöðunni, gera þeim grein fyrir afstöðu Íslands í málinu og bjóða fram krafta okkar. Ísland stendur með saklausum borgurum og börnum sem líða fyrir þessar ólýsanlegu hörmungar. Þessum hryllingi verður að linna.“

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Það verður að stíga niður og segja við þá sem stjórna og hlífa að þetta gangi ekki lengur. Það er ekki hægt að vera með þjóð í hernaðarbandalagi sem gerir svona og sem ver það sem er ekki verjanlegt. Nú er þetta orðið þannig að allar þjóðir á þingi Sameinuðu þjóðanna eru á móti þessu nema tvær, sú sem er að fremja glæpina og sú sem er að verja glæpina og aðstoða við þá! Með þessum þjóðum eigum við ekki að vera með í neinu bandalagi.
    7
    • ÞTÞ
      Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
      Ef þú átt við að "spirna við fæti" þá er ég þér alveg sammála
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár