Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Á þröskuldi breytinganna

Fá­menn­ið hér­lend­is er stað­reynd sem mað­ur átt­ar sig bet­ur á við að hafa starf­að er­lend­is sam­kvæmt Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur og seg­ir hún okk­ur þurfa á því að halda að vera hluti af stærri heild sem geti stutt okk­ur við að efla stjórn­sýsl­una og stjórn­kerf­ið. Þar sé Evr­ópu­sam­band­ið og krís­u­stjórn­un þess ann­að skýrt dæmi.

Á þröskuldi breytinganna
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrum formaður Samfylkingarinnar, borgarstjóri, þingmaður og ráðherra verður sjötug nú á gamlársdag. Hún var í ítarlegu viðtali í áramótablaði Vísbendingar sem helgað er alþjóðamálum og kom út þann 20. desember. Mynd: Golli

Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lauk stjórnmálaferlinum á Íslandi þá sótti hún um stöðu hjá Sameinuðu þjóðunum til að verða yfirmaður UN Women í Afganistan í Kabúl þar sem hún starfaði 2011-2013. Þaðan fór hún til að setja á fót svæðisskrifstofu UN Women fyrir Evrópu og Mið-Asíu sem staðsett er í Istanbúl í Tyrklandi þar sem hún starfar til ársins 2017. Þriðja staðan sem hún sinnir næstu þrjú árin er að stýra lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu sem starfrækt er í Varsjá í Póllandi. Verkefni stofnunarinnar er að hafa eftirlit með lýðræðismálefnum, eins og að sinna konsingaeftirliti og mannréttindum í löndunum. Loks tekur hún árið 2021 að sér fjórða verkefnið, sem var að vera sérstakur sendifulltrúi António Guterres aðalritara Sameinuðu þjóðanna í Bagdad í Írak þar sem mikilvægar kosningar áttu sér meðal annars stað á því ári. Síðustu þrjú ár hefur Ingibjörg Sólrún sinnt tilteknum verkefnum við kosningaeftirlit, nú síðast með Evrópuþingskosningunum. 

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrum formaður Samfylkingarinnar, borgarstjóri, þingmaður og ráðherra verður sjötug nú á gamlársdag. Hún var í ítarlegu viðtali í áramótablaði Vísbendingar sem helgað er alþjóðamálum og kom út þann 20. desember.

Ingibjörg Sólrún segir meðal annars frá því í viðtalinu að íslensk stjórnvöld hafi ekki viljað þiggja aðstoð við kosningalöggjöfina hérlendis frá ODIHR lýðræðis- og mannréttindastofnuninni sem hún stýrði í Varsjá, þrátt fyrir að það væri Íslendingum að kostnaðarlausu sem aðilar að Öryggis- og samvinnustofnuninni, ÖSE. Hún er einnig mjög gagnrýnin á það að Varnarmálastofnun hafi verið lögð niður og verkefnum hennar deilt á marga staði. Við stöndum nú verr að vígi varðandi þekkingu á sviði öryggis- og varnarmála – einmitt þegar að staðan í heiminum sé þannig að mikillar þekkingar og reynslu væri þörf á hér í þeim málaflokki.

Bakslag á alþjóðavísu

Fámennið hérlendis er staðreynd sem maður áttar sig betur á við að hafa starfað erlendis samkvæmt Ingibjörgu Sólrúnu og segir hún okkur þurfa á því að halda að vera hluti af stærri heild sem geti stutt okkur við að efla stjórnsýsluna og stjórnkerfið. Þar sé Evrópusambandið og krísustjórnun þess annað skýrt dæmi.

Undir lok viðtalsins kemur Ingibjörg Sólrún síðan inn á jafnréttismálin og visst bakslag þar á alþjóðavísu sem að hún tengir við misskiptingu og ójöfnuð. Sama eigi við hérlendis þegar að ólíklegast fólk sé farið að tala fyrir því að konur fari aftur inn á heimilin í hefðbundin húsmæðrastörf. Þegar að fjölskyldulífið veldur svo miklu álagi með erfiðleikum við að ná endum saman þá geti það birtist í því að draumarnir verði um eitthvað ímyndað einfalt líf sem fólk sjái fyrir sér í ömmum og öfum æsku sinnar.

Ritstjóri Vísbendingar óskar Ingibjörgu Sólrúnu innilega til hamingju með stóráfangan á þessum gamlársdegi.


Viðtalið við Ingibjörgu Sólrúnu mál lesa í heild sinni hér á vef Vísbendingar.  

Áskrift að Vísbendingu má kaupa hér.

Áramótablað Vísbendingar telur 36 síður þar sem er að finna tíu greinar eftir sérfræðinga og fræðimenn á mismunandi sviðum sem fjalla um stöðu alþjóðamálanna frá ólíkum sjónarhólum, þar sem margar greinanna koma inn á endurkjör Trumps og tvær þeirra fjalla um stórveldi Kína eftir prófessorana Geir Sigurðsson og Val Ingimundarson. Einnig er fjallað um Evruna, Bretland eftir Brexit, vantraust í stjórn Frakklands, vendingar í stjórnmálum Japans og stórveldið sem Indland er orðið í grein eftir dr. Jón Orm Halldórsson. Í blaðinu er einnig annað viðtal, við Clöru Ganslandt sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Áramótaljóðið í Vísbendingu er eftir Braga Ólafsson og heitir Frá heimsþingi esperantista. Leiðara blaðsins ásamt efnisyfirlit þess má lesa hér.


Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Vísbending

Mest lesið

Gjöfin frá Ásgeiri: „Þetta var hans draumur“
2
Vettvangur

Gjöf­in frá Ás­geiri: „Þetta var hans draum­ur“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son lést nótt­ina fyr­ir við­burð­inn sem hann hafði var­ið síð­ustu dög­um lífs­ins við að skipu­leggja ásamt vin­um sín­um og ætt­ingj­um. Nið­ur­stað­an var að það væri í anda Ás­geirs að halda við­burð­inn. „Þetta var ótrú­leg stund og mik­il gjöf sem hann færði okk­ur sem eft­ir stóð­um, að fá að vera þarna sam­an á þess­ari stundu,“ seg­ir Jón Bjarki Mag­ús­son, einn af hans nán­ustu vin­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
5
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Sigríður segir orð Áslaugar til marks um skriffinnskublæti
6
Fréttir

Sig­ríð­ur seg­ir orð Áslaug­ar til marks um skriffinnsku­blæti

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, gagn­rýn­ir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, for­manns­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fyr­ir að segja Flokk fólks­ins ekki vera stjórn­mála­flokk. „Að halda því fram að flokk­ur sem sit­ur á Al­þingi sé ekki „stjórn­mála­flokk­ur“ af því að eyðu­blaði hef­ur ekki ver­ið skil­að til rík­is­ins lýs­ir miklu blæti til skriffinnsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár