Viðvarandi alþjóðlegur óstöðugleiki

Staða heims­mál­anna núna lít­ur ekki vel út að mati Ingi­bjarg­ar Sól­rún­ar Gísla­dótt­ur. Það birt­ist, að henn­ar sögn, í átök­un­um í heim­in­um sem við horf­um van­mátt­ug upp á. Þá nefn­ir hún sér­stak­lega feðra­veld­ið sem valda­fyr­ir­bæri á hinu póli­tíska sviði – alls stað­ar í heim­in­um.

Viðvarandi alþjóðlegur óstöðugleiki

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrum formaður Samfylkingarinnar, borgarstjóri, þingmaður og ráðherra verður sjötug í árslok og var í ítarlegu viðtali í áramótablaði Vísbendingar sem helgað var alþjóðamálum og kom út nú rétt fyrir jól.

Farið er yfir alþjóðlegan starfsferil Ingibjargar Sólrúnar eftir að pólitískum ferli hennar lauk fyrir fimmtán árum. Hann nær yfir þrjár stjórnunarstöður alþjóðlegra stofnana á sviði jafnréttismála, lýðræðisuppbyggingar og mannréttinda í Kabúl í Afganistan, Istanbúl í Tyrklandi og Varsjá í Póllandi auk þess að vera sérstakur sendifulltrúi aðalritara Sameinuðu þjóðanna í Bagdad í Írak.

Alþjóðleg málefni og staða þeirra eru ein af stærstu áskorunum samtímans og því viðeigandi að fá sjónarhorn Ingibjargar Sólrúnar á málin, en að auki eru í blaðinu tíu greinar eftir sérfræðinga og fræðimenn á mismunandi sviðum. Nánari upplýsingar um það má lesa hér að neðan. Í viðtalinu fer Ingibjörg Sólrún gagnrýnum orðum um alþjóðastofnanirnar sem upplifa má sem máttlausar nú á ögurstundum. Nefnir hún sem dæmi Öryggisráðið hjá Sameinuðu þjóðunum og hið pólitíska stjórnkerfi stofnana eins og í kringum aðalritarann þar. Hún kallar eftir kerfisbreytingum.

Vissulega séu gagnlegar ályktanir og stefnuskjöl sem frá alþjóðastofnunum komi – en það er framkvæmdahlutinn sem að ekki virki nægilega vel. Þetta megi til dæmis sjá varðandi Parísarsáttmálann um loftslagsmálefnin – markmiðin séu góð en við ekki að ná þeim.

Staða heimsmálanna núna lítur ekki vel út að mati Ingibjargar Sólrúnar, líkt og fleirri sem til þekkja á því sviði. Það birtist, að hennar sögn, í átökunum í heiminum sem við horfum vanmáttug upp á. Þá nefnir hún sérstaklega feðraveldið sem valdafyrirbæri á hinu pólitíska sviði – alls staðar í heiminum. Það sé þessi eitraða karlmennska sem magni upp hættuna sem við búum við nú um stundir.

Umræða um Evrópu 

Í viðtalinu er komið inn á söguna bak við atkvæðagreiðsluna á Alþingi um EES, samninginn um evrópska efnahagssvæðið. Ingibjörg Sólrún segir alveg ljóst að samingurinn hafi alltaf verið skref í áttina að aðild að Evrópusambandinu.

Þegar samningurinn um evrópska efnahagssvæðið var samþykktur fyrir þrjátíu árum var Ingibjörg Sólrún þingkona Kvennalistans. En Kvennalistinn var á móti EES og þingkonur hans greiddu atkvæði gegn samþykkt samningsins á Alþingi, en Ingibjörg sat hjá!

Hún hefði að sögn viljað samþykkja samninginn en þar sem fullveldisframsalið sem í honum fólst var ekki viðurkennt við lagasetninguna þá sat hún frekar hjá. Fullveldisframsalið var ekki ástæða fyrir að hafna skyldi samningnum að mati Ingibjargar Sólrúnar heldur væri mikilvægt að Alþingi viðurkenndi meðvitað það framsal. Það að láta eins og ekki væri um að ræða framsal á fullveldinu með samningnum sé ekki rétt. Hún telur víst að sama hafi átt við um Vigdísi Finnbogadóttur forseta á þessum tíma, það hafi ekki verið andstaða við samninginn sjálfan heldur við það að fullveldisframsalið væri ekki meðvitað viðurkennt við lögfestingu samningsins.

Umræðan um Evrópusambandið gæti breyst á næstu árum að mati Ingibjargar Sólrúnar, en erfitt sé að skilja hvers vegna við eigum svona erfitt að eiga samtal í samfélaginu um Evrópumálin.

Í áramótablaði Vísbendingar er einnig að finna annað viðtal, við Clöru Ganslandt sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi auk tíu greina, meðal annars eftir Þorvald Gylfason prófessor í hagfræði um Evruna og Sigrúnu Davíðsdóttur blaðamann um Bretland eftir Brexit. Leiðara áramótablaðsins með heildstæðu efnisyfirliti má lesa hér á opna hluta vefs Vísbendingar.


Viðtalið við Ingibjörgu Sólrúnu mál lesa í heild sinni hér á vef Vísbendingar. Áskrift að Vísbendingu má kaupa hér.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Vísbending

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár