Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Viðvarandi alþjóðlegur óstöðugleiki

Staða heims­mál­anna núna lít­ur ekki vel út að mati Ingi­bjarg­ar Sól­rún­ar Gísla­dótt­ur. Það birt­ist, að henn­ar sögn, í átök­un­um í heim­in­um sem við horf­um van­mátt­ug upp á. Þá nefn­ir hún sér­stak­lega feðra­veld­ið sem valda­fyr­ir­bæri á hinu póli­tíska sviði – alls stað­ar í heim­in­um.

Viðvarandi alþjóðlegur óstöðugleiki

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrum formaður Samfylkingarinnar, borgarstjóri, þingmaður og ráðherra verður sjötug í árslok og var í ítarlegu viðtali í áramótablaði Vísbendingar sem helgað var alþjóðamálum og kom út nú rétt fyrir jól.

Farið er yfir alþjóðlegan starfsferil Ingibjargar Sólrúnar eftir að pólitískum ferli hennar lauk fyrir fimmtán árum. Hann nær yfir þrjár stjórnunarstöður alþjóðlegra stofnana á sviði jafnréttismála, lýðræðisuppbyggingar og mannréttinda í Kabúl í Afganistan, Istanbúl í Tyrklandi og Varsjá í Póllandi auk þess að vera sérstakur sendifulltrúi aðalritara Sameinuðu þjóðanna í Bagdad í Írak.

Alþjóðleg málefni og staða þeirra eru ein af stærstu áskorunum samtímans og því viðeigandi að fá sjónarhorn Ingibjargar Sólrúnar á málin, en að auki eru í blaðinu tíu greinar eftir sérfræðinga og fræðimenn á mismunandi sviðum. Nánari upplýsingar um það má lesa hér að neðan. Í viðtalinu fer Ingibjörg Sólrún gagnrýnum orðum um alþjóðastofnanirnar sem upplifa má sem máttlausar nú á ögurstundum. Nefnir hún sem dæmi Öryggisráðið hjá Sameinuðu þjóðunum og hið pólitíska stjórnkerfi stofnana eins og í kringum aðalritarann þar. Hún kallar eftir kerfisbreytingum.

Vissulega séu gagnlegar ályktanir og stefnuskjöl sem frá alþjóðastofnunum komi – en það er framkvæmdahlutinn sem að ekki virki nægilega vel. Þetta megi til dæmis sjá varðandi Parísarsáttmálann um loftslagsmálefnin – markmiðin séu góð en við ekki að ná þeim.

Staða heimsmálanna núna lítur ekki vel út að mati Ingibjargar Sólrúnar, líkt og fleirri sem til þekkja á því sviði. Það birtist, að hennar sögn, í átökunum í heiminum sem við horfum vanmáttug upp á. Þá nefnir hún sérstaklega feðraveldið sem valdafyrirbæri á hinu pólitíska sviði – alls staðar í heiminum. Það sé þessi eitraða karlmennska sem magni upp hættuna sem við búum við nú um stundir.

Umræða um Evrópu 

Í viðtalinu er komið inn á söguna bak við atkvæðagreiðsluna á Alþingi um EES, samninginn um evrópska efnahagssvæðið. Ingibjörg Sólrún segir alveg ljóst að samingurinn hafi alltaf verið skref í áttina að aðild að Evrópusambandinu.

Þegar samningurinn um evrópska efnahagssvæðið var samþykktur fyrir þrjátíu árum var Ingibjörg Sólrún þingkona Kvennalistans. En Kvennalistinn var á móti EES og þingkonur hans greiddu atkvæði gegn samþykkt samningsins á Alþingi, en Ingibjörg sat hjá!

Hún hefði að sögn viljað samþykkja samninginn en þar sem fullveldisframsalið sem í honum fólst var ekki viðurkennt við lagasetninguna þá sat hún frekar hjá. Fullveldisframsalið var ekki ástæða fyrir að hafna skyldi samningnum að mati Ingibjargar Sólrúnar heldur væri mikilvægt að Alþingi viðurkenndi meðvitað það framsal. Það að láta eins og ekki væri um að ræða framsal á fullveldinu með samningnum sé ekki rétt. Hún telur víst að sama hafi átt við um Vigdísi Finnbogadóttur forseta á þessum tíma, það hafi ekki verið andstaða við samninginn sjálfan heldur við það að fullveldisframsalið væri ekki meðvitað viðurkennt við lögfestingu samningsins.

Umræðan um Evrópusambandið gæti breyst á næstu árum að mati Ingibjargar Sólrúnar, en erfitt sé að skilja hvers vegna við eigum svona erfitt að eiga samtal í samfélaginu um Evrópumálin.

Í áramótablaði Vísbendingar er einnig að finna annað viðtal, við Clöru Ganslandt sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi auk tíu greina, meðal annars eftir Þorvald Gylfason prófessor í hagfræði um Evruna og Sigrúnu Davíðsdóttur blaðamann um Bretland eftir Brexit. Leiðara áramótablaðsins með heildstæðu efnisyfirliti má lesa hér á opna hluta vefs Vísbendingar.


Viðtalið við Ingibjörgu Sólrúnu mál lesa í heild sinni hér á vef Vísbendingar. Áskrift að Vísbendingu má kaupa hér.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Vísbending

Listin að skapa nýjungar í gamalgrónum heimi
Ásgeir Brynjar Torfason
Vísbending

Ásgeir Brynjar Torfason

List­in að skapa nýj­ung­ar í gam­al­grón­um heimi

Leið­ari rit­stjóra Vís­bend­ing­ar í sum­ar­blað­inu 2025 með þema ný­sköp­un­ar og hug­verka. Lyk­il­orð­in eru: Óstöð­ug­ar umbreyt­ing­ar. Arki­tekt­úr, mál­tækni og skipu­lag. Hug­verk, verksvit og hönn­un tölvu­leikja. List­nám og bygg­ing­ar. Of­gnótt slors og fram­tíð vinnu­mark­að­ar­ins. Op­in­ber stefnu­mörk­un og ár­ang­ur stuðn­ings.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár