Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Viðvarandi alþjóðlegur óstöðugleiki

Staða heims­mál­anna núna lít­ur ekki vel út að mati Ingi­bjarg­ar Sól­rún­ar Gísla­dótt­ur. Það birt­ist, að henn­ar sögn, í átök­un­um í heim­in­um sem við horf­um van­mátt­ug upp á. Þá nefn­ir hún sér­stak­lega feðra­veld­ið sem valda­fyr­ir­bæri á hinu póli­tíska sviði – alls stað­ar í heim­in­um.

Viðvarandi alþjóðlegur óstöðugleiki

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrum formaður Samfylkingarinnar, borgarstjóri, þingmaður og ráðherra verður sjötug í árslok og var í ítarlegu viðtali í áramótablaði Vísbendingar sem helgað var alþjóðamálum og kom út nú rétt fyrir jól.

Farið er yfir alþjóðlegan starfsferil Ingibjargar Sólrúnar eftir að pólitískum ferli hennar lauk fyrir fimmtán árum. Hann nær yfir þrjár stjórnunarstöður alþjóðlegra stofnana á sviði jafnréttismála, lýðræðisuppbyggingar og mannréttinda í Kabúl í Afganistan, Istanbúl í Tyrklandi og Varsjá í Póllandi auk þess að vera sérstakur sendifulltrúi aðalritara Sameinuðu þjóðanna í Bagdad í Írak.

Alþjóðleg málefni og staða þeirra eru ein af stærstu áskorunum samtímans og því viðeigandi að fá sjónarhorn Ingibjargar Sólrúnar á málin, en að auki eru í blaðinu tíu greinar eftir sérfræðinga og fræðimenn á mismunandi sviðum. Nánari upplýsingar um það má lesa hér að neðan. Í viðtalinu fer Ingibjörg Sólrún gagnrýnum orðum um alþjóðastofnanirnar sem upplifa má sem máttlausar nú á ögurstundum. Nefnir hún sem dæmi Öryggisráðið hjá Sameinuðu þjóðunum og hið pólitíska stjórnkerfi stofnana eins og í kringum aðalritarann þar. Hún kallar eftir kerfisbreytingum.

Vissulega séu gagnlegar ályktanir og stefnuskjöl sem frá alþjóðastofnunum komi – en það er framkvæmdahlutinn sem að ekki virki nægilega vel. Þetta megi til dæmis sjá varðandi Parísarsáttmálann um loftslagsmálefnin – markmiðin séu góð en við ekki að ná þeim.

Staða heimsmálanna núna lítur ekki vel út að mati Ingibjargar Sólrúnar, líkt og fleirri sem til þekkja á því sviði. Það birtist, að hennar sögn, í átökunum í heiminum sem við horfum vanmáttug upp á. Þá nefnir hún sérstaklega feðraveldið sem valdafyrirbæri á hinu pólitíska sviði – alls staðar í heiminum. Það sé þessi eitraða karlmennska sem magni upp hættuna sem við búum við nú um stundir.

Umræða um Evrópu 

Í viðtalinu er komið inn á söguna bak við atkvæðagreiðsluna á Alþingi um EES, samninginn um evrópska efnahagssvæðið. Ingibjörg Sólrún segir alveg ljóst að samingurinn hafi alltaf verið skref í áttina að aðild að Evrópusambandinu.

Þegar samningurinn um evrópska efnahagssvæðið var samþykktur fyrir þrjátíu árum var Ingibjörg Sólrún þingkona Kvennalistans. En Kvennalistinn var á móti EES og þingkonur hans greiddu atkvæði gegn samþykkt samningsins á Alþingi, en Ingibjörg sat hjá!

Hún hefði að sögn viljað samþykkja samninginn en þar sem fullveldisframsalið sem í honum fólst var ekki viðurkennt við lagasetninguna þá sat hún frekar hjá. Fullveldisframsalið var ekki ástæða fyrir að hafna skyldi samningnum að mati Ingibjargar Sólrúnar heldur væri mikilvægt að Alþingi viðurkenndi meðvitað það framsal. Það að láta eins og ekki væri um að ræða framsal á fullveldinu með samningnum sé ekki rétt. Hún telur víst að sama hafi átt við um Vigdísi Finnbogadóttur forseta á þessum tíma, það hafi ekki verið andstaða við samninginn sjálfan heldur við það að fullveldisframsalið væri ekki meðvitað viðurkennt við lögfestingu samningsins.

Umræðan um Evrópusambandið gæti breyst á næstu árum að mati Ingibjargar Sólrúnar, en erfitt sé að skilja hvers vegna við eigum svona erfitt að eiga samtal í samfélaginu um Evrópumálin.

Í áramótablaði Vísbendingar er einnig að finna annað viðtal, við Clöru Ganslandt sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi auk tíu greina, meðal annars eftir Þorvald Gylfason prófessor í hagfræði um Evruna og Sigrúnu Davíðsdóttur blaðamann um Bretland eftir Brexit. Leiðara áramótablaðsins með heildstæðu efnisyfirliti má lesa hér á opna hluta vefs Vísbendingar.


Viðtalið við Ingibjörgu Sólrúnu mál lesa í heild sinni hér á vef Vísbendingar. Áskrift að Vísbendingu má kaupa hér.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Vísbending

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Bláa gullið við hraunjaðarinn: Dreifa áhættunni og sér um leið
6
Úttekt

Bláa gull­ið við hraunj­að­ar­inn: Dreifa áhætt­unni og sér um leið

Eig­end­ur Bláa lóns­ins hafa grætt millj­arða á að selja ferða­mönn­um að­gengi að lón­inu, sem er í raun affalls­vatn af virkj­un í Svartsengi. Eft­ir að elds­um­brot hóf­ust í bak­garði lóns­ins, sem þó er var­ið gríð­ar­stór­um varn­ar­görð­um, hafa stjórn­end­ur leit­að leiða til að dreifa áhættu og fjár­fest í ferða­þjón­ustu fjarri hættu á renn­andi hrauni. Tug­millj­arða hags­mun­ir eru á áfram­hald­andi vel­gengni lóns­ins en nær all­ir líf­eyr­is­sjóð­ir lands­ins hafa fjár­fest í því.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár