Á þröskuldi breytinganna

Fá­menn­ið hér­lend­is er stað­reynd sem mað­ur átt­ar sig bet­ur á við að hafa starf­að er­lend­is sam­kvæmt Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur og seg­ir hún okk­ur þurfa á því að halda að vera hluti af stærri heild sem geti stutt okk­ur við að efla stjórn­sýsl­una og stjórn­kerf­ið. Þar sé Evr­ópu­sam­band­ið og krís­u­stjórn­un þess ann­að skýrt dæmi.

Á þröskuldi breytinganna
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrum formaður Samfylkingarinnar, borgarstjóri, þingmaður og ráðherra verður sjötug nú á gamlársdag. Hún var í ítarlegu viðtali í áramótablaði Vísbendingar sem helgað er alþjóðamálum og kom út þann 20. desember. Mynd: Golli

Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lauk stjórnmálaferlinum á Íslandi þá sótti hún um stöðu hjá Sameinuðu þjóðunum til að verða yfirmaður UN Women í Afganistan í Kabúl þar sem hún starfaði 2011-2013. Þaðan fór hún til að setja á fót svæðisskrifstofu UN Women fyrir Evrópu og Mið-Asíu sem staðsett er í Istanbúl í Tyrklandi þar sem hún starfar til ársins 2017. Þriðja staðan sem hún sinnir næstu þrjú árin er að stýra lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu sem starfrækt er í Varsjá í Póllandi. Verkefni stofnunarinnar er að hafa eftirlit með lýðræðismálefnum, eins og að sinna konsingaeftirliti og mannréttindum í löndunum. Loks tekur hún árið 2021 að sér fjórða verkefnið, sem var að vera sérstakur sendifulltrúi António Guterres aðalritara Sameinuðu þjóðanna í Bagdad í Írak þar sem mikilvægar kosningar áttu sér meðal annars stað á því ári. Síðustu þrjú ár hefur Ingibjörg Sólrún sinnt tilteknum verkefnum við kosningaeftirlit, nú síðast með Evrópuþingskosningunum. 

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrum formaður Samfylkingarinnar, borgarstjóri, þingmaður og ráðherra verður sjötug nú á gamlársdag. Hún var í ítarlegu viðtali í áramótablaði Vísbendingar sem helgað er alþjóðamálum og kom út þann 20. desember.

Ingibjörg Sólrún segir meðal annars frá því í viðtalinu að íslensk stjórnvöld hafi ekki viljað þiggja aðstoð við kosningalöggjöfina hérlendis frá ODIHR lýðræðis- og mannréttindastofnuninni sem hún stýrði í Varsjá, þrátt fyrir að það væri Íslendingum að kostnaðarlausu sem aðilar að Öryggis- og samvinnustofnuninni, ÖSE. Hún er einnig mjög gagnrýnin á það að Varnarmálastofnun hafi verið lögð niður og verkefnum hennar deilt á marga staði. Við stöndum nú verr að vígi varðandi þekkingu á sviði öryggis- og varnarmála – einmitt þegar að staðan í heiminum sé þannig að mikillar þekkingar og reynslu væri þörf á hér í þeim málaflokki.

Bakslag á alþjóðavísu

Fámennið hérlendis er staðreynd sem maður áttar sig betur á við að hafa starfað erlendis samkvæmt Ingibjörgu Sólrúnu og segir hún okkur þurfa á því að halda að vera hluti af stærri heild sem geti stutt okkur við að efla stjórnsýsluna og stjórnkerfið. Þar sé Evrópusambandið og krísustjórnun þess annað skýrt dæmi.

Undir lok viðtalsins kemur Ingibjörg Sólrún síðan inn á jafnréttismálin og visst bakslag þar á alþjóðavísu sem að hún tengir við misskiptingu og ójöfnuð. Sama eigi við hérlendis þegar að ólíklegast fólk sé farið að tala fyrir því að konur fari aftur inn á heimilin í hefðbundin húsmæðrastörf. Þegar að fjölskyldulífið veldur svo miklu álagi með erfiðleikum við að ná endum saman þá geti það birtist í því að draumarnir verði um eitthvað ímyndað einfalt líf sem fólk sjái fyrir sér í ömmum og öfum æsku sinnar.

Ritstjóri Vísbendingar óskar Ingibjörgu Sólrúnu innilega til hamingju með stóráfangan á þessum gamlársdegi.


Viðtalið við Ingibjörgu Sólrúnu mál lesa í heild sinni hér á vef Vísbendingar.  

Áskrift að Vísbendingu má kaupa hér.

Áramótablað Vísbendingar telur 36 síður þar sem er að finna tíu greinar eftir sérfræðinga og fræðimenn á mismunandi sviðum sem fjalla um stöðu alþjóðamálanna frá ólíkum sjónarhólum, þar sem margar greinanna koma inn á endurkjör Trumps og tvær þeirra fjalla um stórveldi Kína eftir prófessorana Geir Sigurðsson og Val Ingimundarson. Einnig er fjallað um Evruna, Bretland eftir Brexit, vantraust í stjórn Frakklands, vendingar í stjórnmálum Japans og stórveldið sem Indland er orðið í grein eftir dr. Jón Orm Halldórsson. Í blaðinu er einnig annað viðtal, við Clöru Ganslandt sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Áramótaljóðið í Vísbendingu er eftir Braga Ólafsson og heitir Frá heimsþingi esperantista. Leiðara blaðsins ásamt efnisyfirlit þess má lesa hér.


Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Vísbending

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
2
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
4
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár