Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Leggur hempuna á hilluna eftir jól

Ólaf­ur Jó­hann Borg­þórs­son sókn­ar­prest­ur þjón­ar í síð­asta sinn í op­inni messu á að­fanga­dag. Hann söðl­ar svo um strax fyrsta dag nýs árs og verð­ur fram­kvæmda­stjóri Herjólfs, ferj­unn­ar á milli Vest­manna­eyja og fasta lands­ins. „Það verð­ur eng­in jarð­ar­far­ar­stemn­ing,“ seg­ir hann glað­ur í bragði um sína síð­ustu messu.

Leggur hempuna á hilluna eftir jól
Út til Eyja Ólafur Jóhann prestur flytur búferlum til Vestmannaeyja, þar sem hann er fæddur, og hættir að predika yfir fólki um áramótin. Í stað stýrir hann örkinni sem siglir milli lands og Eyja. Mynd: samsett

Síðasta messan verður á aðfangadag klukkan 18, svo verða jarðarfarir og skírnir á milli jóla og nýárs og svo fer hempan á hilluna,“ segir Ólafur Jóhann Borgþórsson prestur, sem söðlar um á fyrsta degi nýs árs, flytur búferlum til Vestmannaeyja þar sem hann verður framkvæmdastjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs. Hann segir gaman að fá að enda prestsferilinn á sjálfri aðfangadagsmessunni.

„Alla jafna er þetta fjölmennasta guðsþjónusta ársins, sex-messan á aðfangadag, og margir sem koma kannski bara í kirkju í þessa messu. Það er svolítið gaman að fá að enda ferilinn á þessari messu. Full kirkja og allir í hátíðarskapi. Það verður engin jarðarfararstemning,“ segir hann.

Ólafur segist ætla að vanda sig í þessari lokamessu og reyna að vera í hátíðarskapi. „Þó að líka muni ég sakna þess. Ég er búinn að vera í þessu starfi í átján ár og haft gaman af því og verið með fólki á stærstu stundunum, bæði í …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár