Ég er sammála hugmyndum Ólafs K. Magnússonar um að blaðaljósmyndarinn sjálfur eigi aldrei að vera í aðalhlutverki á vettvangi. Helst eigi ekkert að bera á honum þegar hann uppgötvar og festir á filmu. Því brosti ég í kampinn þegar ég fékk bókina um þennan fyrsta fastráðna blaðaljósmyndara landsins í hendurnar þar sem hann blikkar mig af bókarkápunni úr Hollywood-stíliseruðu portreti sem myndi gera hvaða Instagram-áhrifavald samtímans grænan af öfund. En þetta er ekki bara bók með úrvali bestu mynda Óla K., þetta er líka ævisaga hans og þá fyrirgefst kápuvalið, verður meira að segja flott, töff, eins og Óla K. er einmitt lýst í bókinni.
Það var fyrir löngu kominn tími á þessa bók. Óli K. var frábær ljósmyndari, fjársjóðurinn í myndum hans ómetanlegur og tímabært að Íslendingar á sínu léttasta skeiði fái að kynnast honum. Áratugir eru síðan vinna hófst við að skanna …
Athugasemdir