Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
Laugardalshöll Samkvæmt upplýsingum í borgarvefsjá er hluti bílastæðanna við Laugardalshöll, sem nú eru boðin til sölu eina kvöldstund, ekki innan lóðarmarka Laugardalshallarinnar, heldur standa þau á almennu borgarlandi.

Þeim sem ætla að sækja jólatónleika í Laugardalshöll á laugardagskvöld býðst að kaupa sér sérstakan aðgang að bílastæðunum næst húsinu af tónleikahöldurunum, Senu Live. Uppsett verð á hverju bílastæði er 5.990 krónur fyrir kvöldið. 

Þetta hefur nokkrum sinnum verið gert við viðburðahald í húsinu, til dæmis á tónleikum Backstreet Boys fyrir nokkrum árum samkvæmt svari sem Heimildinni barst frá Senu, en alla jafna eru bílastæðin við húsið og raunar Laugardalnum öllum gjaldfrjáls.

Hluti bílastæðanna sem boðin eru til sölu þetta kvöld eru á landi sem tilheyrir ekki lóð Laugardalshallarinnar, heldur standa þau á landi Reykjavíkurborgar við Engjaveg. 

Þrátt fyrir mikið bílastæðaflæmi við íþróttamannvirkin á svæðinu, auk fjölda ókeypis bílastæða við Suðurlandsbraut og víðar í grenndinni, skapast oft ófremdarástand þegar fjölsóttir viðburðir standa yfir í Laugardalnum. Bílum er þá gjarnan lagt ólöglega á svæðinu.

Búast má við því að tónleikarnir á laugardaginn, Jólagestir Björgvins, verði vel sóttir. Þeir eru auglýstir sem kveðjutónleikar í þessari tónleikaröð, sem hefur verið fastur liður fyrir jólin um langa hríð.

Hafa selt aðgang að stæðum af og til 

Heimildin fékk ábendingu um bílastæðasöluna frá manni sem blöskraði verðlagningin á stæðunum og taldi að þarna væri um bæði okur og græðgi að ræða af hálfu Senu.

Samkvæmt svari frá Senu hefur fyrirtækið af og til selt aðgang að bílastæðum með svipuðum hætti, allt frá því að Justin Timberlake kom til landsins og spilaði í Kórnum árið 2014. Þetta hafi svo verið gert af og til, nú nýlega í tengslum við tónleika Backstreet Boys í Laugardalshöll. 

Í svarinu frá Senu, sem barst frá Ísleifi Þórhallssyni framkvæmdastjóra, segir einnig að verið sé að leitast við að auka gæði tónleikahaldsins og auka þjónustu við tónleikagesti.

Þar kemur einnig fram að fyrirtæki reikni með að það verði uppselt í stæðin fyrir tónleika. 

Málið útskýrt á sérstakri bílastæðasíðu

Á sérstakri bílastæðasíðu tónleikahaldarans er fyrirkomulagið útskýrt. Þar segir að öll þrjú bílastæðin sem eru í boði, A-, B- og C-stæði, kosti það sama.

BílastæðiAðgangur að þessum þremur bílastæðum kostar 5.990 kr. á laugardagskvöld. Stæðin fyrir framan Höllina, A-svæðið, er utan lóðarmarka Laugardalshallar og því á borgarlandi.

Starfsmenn munu hleypa inn á bílastæðin og skanna sérstaka miða sem fólk kaupir fyrir stæðin. Engar hömlur verða á fjölda gesta í hvern bíl, samkvæmt því sem segir á vef Senu. 

Þar segir jafnframt að engin ábyrgð sé tekin á bifreiðum, einungis verði vakt við innkeyrslur á svæðið til að skanna miðana, en bílarnir ekki vaktaðir sérstaklega í kjölfarið.

Sérstaklega er svo tekið fram að Sena Live hafi „enga stjórn á umferðinni“ og að miði í bílastæði gefi engan forgang í umferðinni á leið á tónleikana. „Búast má við því að umferð í kringum Höllina verði þung á tónleikadegi og það er á ábyrgð gesta að koma sér að stæðunum í tæka tíð,“ segir á vef Senu. 

Einnig er tekið fram að ekki sé selt inn í stæði fyrir hreyfihamlaða við Laugardalshöllina og að þeir sem eru með blátt P-merki geti fengið aðgang að stæðunum, á meðan plássið leyfir.

Forgangur að bílastæðakaupum fylgdi dýrustu miðunum

Miðarnir á Jólagesti Björgvins kosta frá 9.990 krónum og upp í 29.990 krónur, en það eru þá sérstakir VIP Gull-miðar, miðar á besta stað í húsinu, með sérinngangi í Laugardalshöllina og ókeypis drykk á barnum.

Til viðbótar fengu þeir sem keyptu VIP Gull-miðana forgang á að kaupa sér aðgang að bílastæðunum. Uppselt er orðið í flest sæti Laugardalshallarinnar, samkvæmt upplýsingum á miðasöluvefnum Tix. Hins vegar er enn hægt að kaupa aðgang að bílastæðunum, á öll þrjú svæðin.

Félagið Íþrótta- og sýningahöllin hf., sem er í jafnri eigu Reykjavíkurborgar og Samtaka iðnaðarins, rekur Laugardalshöllina. Blaðamaður hringdi þangað inn og fékk þau svör að fyrirtækið hefði ekki upplýsingar um bílastæðasöluna. 

Starfsmaður Laugardalshallarinnar benti því á ýmist tónleikahaldara eða Reykjavíkurborg fyrir frekari upplýsingar. Heimildin sendi fyrirspurnir á bæði Senu og Reykjavíkurborg vegna þessa máls.

Fréttin hefur verið uppfærð með svörum sem bárust frá Senu Live.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Hvert rennur peningurinn?
    0
    • HR
      Hildigunnur Rúnarsdóttir skrifaði
      nú, til tónleikahaldara (Senu). Þau eru bókað ekki að fara að skila neinu af þessu gjaldi til borgarinnar.
      0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Selja bílastæði sem þeir eiga ekki ? Ólögmætur gjörningur sem er full ástæða að lögreglan skoði.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Varð skugginn af sjálfri sér
4
Móðursýkiskastið#6

Varð skugg­inn af sjálfri sér

Í þess­um loka­þætti Móð­ur­sýkiskasts­ins fá­um við að heyra frá konu sem var sett á lyf sem gætu hafa haft mjög nei­kvæð áhrif á heilsu henn­ar. Lyf sem henni voru gef­in við sjúk­dómi sem svo kom í ljós að hún var ekki með. Hún gekk á milli lækna í ald­ar­fjórð­ung áð­ur en hún fékk rétta grein­ingu. Ragn­hild­ur Þrast­ar­dótt­ir hef­ur um­sjón með þáttar­öð­inni. Hall­dór Gunn­ar Páls­son hann­aði stef og hljóð­heim þátt­anna. Þátt­ur­inn í heild sinni er að­eins að­gengi­leg­ur áskrif­end­um Heim­ild­ar­inn­ar. Áskrift má nálg­ast á heim­ild­in.is/askrift.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár