David Walliams varði nokkrum dögum í nóvember á Íslandi þar sem hann kom fram á bókmenntahátíðinni Iceland Noir. Hann dvaldi á Edition-hótelinu hvar hann tyllti sér niður með blaðamanni. Þetta var í annað skipti sem hann kom til landsins og hann segist verða að koma að sumri til.
„Ég er orðinn Íslandsvinur; eða meira elskhugi. I'm a lover of Iceland. „Vinur“ er ekki nóg.“
Hávaxinn, glæsilegur og elskulegur maður og alltaf stutt í húmorinn. Og það er húmor og glettni í heiti bókanna hans og má þar nefna: Voffbóti, Verstu börn í heimi, Herra Fnykur, Flóttinn hans afa, Amma glæpon, Ísskrímslið, Ofurskrímslið og Verstu gæludýr í heimi.
Metsöluhöfundurinn er spurður hvað þurfi að vera í góðri barnabók.
„Ekkert sérstakt. Börn eru almennt aðalpersónur í barnabókum en það þarf ekki að vera þannig.“ Hann nefnir The Twits eftir Roald Dahl þar sem engin börn eru aðalpersónur. „Ég held að …
Athugasemdir (1)