Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

„Lover of Iceland“ gleður börn á öllum aldri

Dav­id Walliams hef­ur skrif­að 42 bæk­ur. Þær hafa ver­ið þýdd­ar á um 55 tungu­mál og selst í um 60 millj­ón ein­tök­um. Hug­mynda­flug hans virð­ist enda­laust og botn­laust. Krakk­ar háma hann í sig eins og sæl­gæti. Og fagna komu sjálfs „lover of Ice­land“.

„Lover of Iceland“ gleður börn á öllum aldri
David Walliams í íslenskri sveit „Ég er orðinn Íslandsvinur; eða meira elskhugi. I'm a lover of Iceland. „Vinur“ er ekki nóg.“ Mynd: b' '

David Walliams varði nokkrum dögum í nóvember á Íslandi þar sem hann kom fram á bókmenntahátíðinni Iceland Noir. Hann dvaldi á Edition-hótelinu hvar hann tyllti sér niður með blaðamanni. Þetta var í annað skipti sem hann kom til landsins og hann segist verða að koma að sumri til. 

„Ég er orðinn Íslandsvinur; eða meira elskhugi. I'm a lover of Iceland. „Vinur“ er ekki nóg.“

Hávaxinn, glæsilegur og elskulegur maður og alltaf stutt í húmorinn. Og það er húmor og glettni í heiti bókanna hans og má þar nefna: Voffbóti, Verstu börn í heimi, Herra Fnykur, Flóttinn hans afa, Amma glæpon, Ísskrímslið, Ofurskrímslið og Verstu gæludýr í heimi.

Metsöluhöfundurinn er spurður hvað þurfi að vera í góðri barnabók.

„Ekkert sérstakt. Börn eru almennt aðalpersónur í barnabókum en það þarf ekki að vera þannig.“ Hann nefnir The Twits eftir Roald Dahl þar sem engin börn eru aðalpersónur. „Ég held að …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gísli Gíslason skrifaði
    Þýddu bækurnar sig sjálfar á íslensku? Væri ekki lágmarkskurteisi að geta um þýðandann?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár