Alls konar fólk sem þarf aðstoð: „Það getur eitthvað komið fyrir hjá öllum“

Fjöl­breytt­ur hóp­ur sæk­ir matarað­stoð fyr­ir jól­in en út­lit er fyr­ir að svip­að marg­ir þurfi á slíkri að­stoð að halda í ár og í fyrra, um 4.000 heim­ili ef lit­ið er til að­stoð­ar Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar og Mæðra­styrksnefnd­ar. Há leiga eða há­ar af­borg­an­ir eru að sliga marga sem þurfa að sækja sér að­stoð.

Alls konar fólk sem þarf aðstoð: „Það getur eitthvað komið fyrir hjá öllum“
Matarsöfnun Fólk sem þiggur aðstoð frá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur fær annaðhvort hamborgarhrygg eða lambalæri í jólamatinn. Mynd: Golli

Stærsta eina aðgerðin hjá okkur er jólaaðstoðin sem er núna í fullum gangi. Við erum með úthlutunardag, fólk er að sækja aðstoðina sem það er búið að sækja um.“

Þetta segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, í samtali við Heimildina.

Hann segir að fjöldi þeirra sem þiggi aðstoð hafi enn ekki verið tekinn saman fyrir árið í ár en í fyrra hafi hann verið 1.700 fjölskyldur. „Þá þýðir það sirka fimm þúsund einstaklingar ef við tökum þetta allt saman. Okkur finnst þetta vera svipað [í ár], en þetta er með fyrirvara, við vitum ekki alveg nákvæma tölu.“

Bjarni skýrir að stuðningur samtakanna felist fyrst og fremst í því að gefa fólki inneignarkort í matvöruverslanir. „Þeir sem koma til okkar hérna á höfuðborgarsvæðinu – þeir sem vilja fá gjafir fyrir börnin sín geta fengið jólagjafir.“ Stuðningurinn nái þó um landið allt, en Hjálparstarf kirkjunnar er í sambandi við presta, ráðgjafa og …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Það eru ótrúlega margir sem þurfa á hjálp að halda hérna á Íslandi
    Kannske getur ný ríkisstjórn snúið dæminu við?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jólin

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár