Stærsta eina aðgerðin hjá okkur er jólaaðstoðin sem er núna í fullum gangi. Við erum með úthlutunardag, fólk er að sækja aðstoðina sem það er búið að sækja um.“
Þetta segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, í samtali við Heimildina.
Hann segir að fjöldi þeirra sem þiggi aðstoð hafi enn ekki verið tekinn saman fyrir árið í ár en í fyrra hafi hann verið 1.700 fjölskyldur. „Þá þýðir það sirka fimm þúsund einstaklingar ef við tökum þetta allt saman. Okkur finnst þetta vera svipað [í ár], en þetta er með fyrirvara, við vitum ekki alveg nákvæma tölu.“
Bjarni skýrir að stuðningur samtakanna felist fyrst og fremst í því að gefa fólki inneignarkort í matvöruverslanir. „Þeir sem koma til okkar hérna á höfuðborgarsvæðinu – þeir sem vilja fá gjafir fyrir börnin sín geta fengið jólagjafir.“ Stuðningurinn nái þó um landið allt, en Hjálparstarf kirkjunnar er í sambandi við presta, ráðgjafa og …
Kannske getur ný ríkisstjórn snúið dæminu við?