Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Alls konar fólk sem þarf aðstoð: „Það getur eitthvað komið fyrir hjá öllum“

Fjöl­breytt­ur hóp­ur sæk­ir matarað­stoð fyr­ir jól­in en út­lit er fyr­ir að svip­að marg­ir þurfi á slíkri að­stoð að halda í ár og í fyrra, um 4.000 heim­ili ef lit­ið er til að­stoð­ar Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar og Mæðra­styrksnefnd­ar. Há leiga eða há­ar af­borg­an­ir eru að sliga marga sem þurfa að sækja sér að­stoð.

Alls konar fólk sem þarf aðstoð: „Það getur eitthvað komið fyrir hjá öllum“
Matarsöfnun Fólk sem þiggur aðstoð frá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur fær annaðhvort hamborgarhrygg eða lambalæri í jólamatinn. Mynd: Golli

Stærsta eina aðgerðin hjá okkur er jólaaðstoðin sem er núna í fullum gangi. Við erum með úthlutunardag, fólk er að sækja aðstoðina sem það er búið að sækja um.“

Þetta segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, í samtali við Heimildina.

Hann segir að fjöldi þeirra sem þiggi aðstoð hafi enn ekki verið tekinn saman fyrir árið í ár en í fyrra hafi hann verið 1.700 fjölskyldur. „Þá þýðir það sirka fimm þúsund einstaklingar ef við tökum þetta allt saman. Okkur finnst þetta vera svipað [í ár], en þetta er með fyrirvara, við vitum ekki alveg nákvæma tölu.“

Bjarni skýrir að stuðningur samtakanna felist fyrst og fremst í því að gefa fólki inneignarkort í matvöruverslanir. „Þeir sem koma til okkar hérna á höfuðborgarsvæðinu – þeir sem vilja fá gjafir fyrir börnin sín geta fengið jólagjafir.“ Stuðningurinn nái þó um landið allt, en Hjálparstarf kirkjunnar er í sambandi við presta, ráðgjafa og …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Það eru ótrúlega margir sem þurfa á hjálp að halda hérna á Íslandi
    Kannske getur ný ríkisstjórn snúið dæminu við?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jólin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár