Ný rannsókn byltir uppruna Færeyinga og Íslendinga: Ekki eins skyldir og talið hefur verið

DNA-rann­sókn­ir á jurta- og dýra­leif­um hafa þeg­ar breytt mynd­inni af upp­runa byggð­ar í Fær­eyj­um. Þær virð­ast hafa byggst fyrst langt á und­an Ís­landi. En nú hef­ur rann­sókn á upp­runa Fær­ey­inga líka breytt mynd okk­ar af upp­runa fær­eysku þjóð­ar­inn­ar og skyld­leik­an­um við Ís­lend­inga

Ný rannsókn byltir uppruna Færeyinga og Íslendinga: Ekki eins skyldir og talið hefur verið
Frá Færeyjum. Þarna býr vissulega frændfólk okkar Íslendinga. En skyldleikinn er ekki eins mikill og talið var.

Hingað til hefur verið talið að genetískur uppruni Íslendinga og Færeyinga sé nánast sá sami enda um nágrannaþjóðir að ræða sem segja má að hafi orðið til á mjög svipuðum tíma.

En nú er komið í ljós að svo er ekki. Íslendingar og Færeyingar eru vissulega áfram frændur en þeir eru þó ekki eins náskyldir og talið hefur verið.

Báðar þjóðirnar eiga svipaðan uppruna í kvenlegg, það er að segja góður hluti kvennanna meðal fyrstu landsnámsmannanna kom frá Bretlandseyjum, þar á meðal Írlandi. Skýringin er augljós. Norrænir menn héldu fyrst til Bretlandseyja og höfðu þaðan með sér konur — nauðugar eða viljugar — þegar þeir settust síðan að hvort heldur í Færeyjum eða á Íslandi.

En uppruni karlanna sem fluttust annars vegar hingað til Íslands og hins vegar til Færeyja er mun ólíkari en álitið var.

Þeir norrænu karlmenn sem settust að á Íslandi voru að yfirgnæfandi meirihluta frá Noregi og meira að segja frekar takmörkuðu svæði í Vestur-Noregi.

Eyðfinn Magnussenvar einn þeirra sem stýrðu rannsókninni.

Þeir sem settust að á Færeyjum höfðu hins vegar mun fjölbreyttari uppruna. Sumir þeirra voru vissulega frá Noregi en allt eins margir komu ýmist frá Danmörku eða Svíþjóð.

Hér má lesa nánar um þá erfðafræðirannsókn sem leitt hefur þetta í ljós.

Einn vísindamannanna sem stýrðu rannsókninni var Eyðfinn Magnussen líffræðingur á Náttúruvísindadeildini í Færeyjum. Hér segir hann frá niðurstöðunum og þykir að vonum merkilegt.

Uni Arge blaðamaður og rithöfundur í Færeyjum segir mér að þessar niðurstöður hafi vakið mikla athygli í eyjunum undanfarna daga og séu umtalaðar.

Þær hafa og vakið athygli víða um heim, enda hefur athygli umheimsins beinst í töluvert vaxandi mæli að Færeyjum.

Erfðarannsóknir á mönnum, dýrum og plöntum hafa reyndar breytt að ýmsu leyti hugmyndum um upphaf byggðar í Færeyjum. Samkvæmt skrifuðum heimildum, ekki síst Færeyingasögu sem skráð var á Íslandi, byggðust Færeyjar í upphafi 9. aldar frá Noregi, sjónarmun á undan Íslandi.

Fornleifar hafa hingað til ekki gefið annað til kynna en þetta sé í stórum dráttum rétt, þótt fáum hafi blandast hugur um að „papar“ þeir, sem voru í einhverjum mæli á Íslandi fyrir landnám norrænna manna, hafi einnig verið í Færeyjum.

Færeyjar og nágrenni.Hvers vegna litu norrænir menn frá Svíþjóð og Danmörku Færeyjar hýru auga en Ísland ekki? Rétt er að taka skýrt fram á þeim tíma sem hér um ræðir — árin 800-900 — er vart hægt að tala í alvöru um Dani, Norðmenn og Svíar sem aðgreinanlegar „þjóðir“. En eitthvað varð samt til þess að sæfarar frá Svíþjóð og Danmörku vildu setjast að í Færeyjum en síður á Íslandi.

Rannsóknir á jurta- og dýraleifum hafa hins vegar á undanförnum árum leitt í ljós að sennilega námu menn frá Írlandi og/eða Bretlandi land á Færeyjum mun fyrr en talið hefur verið.

Hinir djörfustu vísindamenn, til dæmis Hannes Gislason á Fróðskaparsetri Færeyja, telja jafnvel að menn kunni ef til vill að hafa flutt bygg til Færeyja þegar um árið 50.

Aðrir treysta sér til að nefna árið 300. Kindur hafi svo komið nokkru síðar, ef til vill í einhvers konar nýrri bylgju „papa“ um 500.

Eiginlegar mannvistarleifar frá þessum tíma hafa hins vegar ekki fundist ennþá, svo í bili er talið — sem fyrr — að þessir fyrstu íbúar Færeyja hafi fyrst og fremst verið karlmenn, einsetumenn af einhverju tagi, sem hafi ekki skilið eftir sig afkomendur.

Og húsakostur þeirra verið heldur forgengilegur.

Svo að hin núverandi færeyska þjóð sé í rauninni eftir sem áður komin af norrænum körlum og „keltneskum“ konum þeirra sem flust hafi til eyjanna í byrjun 9. aldar eða altént ekki löngu fyrr.

En eins og Eyðfinn bendir á, þá sýnir hin nýja rannsókn fram á að „færeyskir og íslenskir karlar hafi ekki sama uppruna og þetta er því viðbót við okkar sögu“.

Í bili er ekki gott að segja af hverju sænskir og danskir víkingar (ef við viljum nota það orð) settust glaðbeittir að í Færeyjum en létu Ísland norskum frændum sínum að mestu eftir.

Það er næsta verkefni vísindamanna að finna skýringu á því. Voru Norðmenn einfaldlega svona frekir til fjörsins á Íslandi að aðrir komust ekki að, eða var eitthvað það við Ísland sem Dönum og Svíum leist ekki á?

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég kalla þetta svítuna“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Við erum ekkert „trailer trash“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár