„Sem kunnugt er hefur forseti ekki tök á því að grípa inn í mál einstaklinga sem eru til meðferðar í kerfinu. Forseti á hinsvegar í virku samtali við fulltrúa stjórnvalda og beitir sér leynt og ljóst fyrir því að mennska og kærleikur séu ávallt höfð að leiðarljósi í okkar samfélagi.“
Þetta kemur fram í svari forsetaembættisins við fyrirspurn Heimildarinnar um hvað forsetanum fyndist um yfirvofandi brottvísun Rimu Charaf Eddine Nasr til Venesúela.
Halla Tómasdóttir forseti Íslands veitti Rimu viðurkenningu fyrr í mánuðinum fyrir að hafa verið tilnefnd til verðlaunanna Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024.
Forsetinn er verndari verðlaunanna, sem eru á vegum Íslandsdeildar alþjóðlegu ungmennahreyfingarinnar JCI. Rima var tilnefnd fyrir sjálfboðaliðastörf sín fyrir Rauða krossinn og félagasamtökin Læti!/Stelpur rokka!
Valnefnd sér um val á einstaklingunum
Nú stendur til að senda Rimu og systur hennar, sem eru upphaflega frá …
Athugasemdir