Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Forsetinn veitti Rimu viðurkenningu en grípur ekki inn í brottvísun

Embætti for­seta seg­ir að for­set­inn hafi ekki tök á að grípa inn í mál ein­stak­linga sem séu til með­ferð­ar í kerf­inu, líkt og Rimu Charaf Eddine Nasr. For­set­inn veitti Rimu ný­lega við­ur­kenn­ingu fyr­ir að hafa ver­ið til­nefnd til framúrsk­ar­andi ungs Ís­lend­ings ár­ið 2024, en henni verð­ur bráð­lega vís­að úr landi.

Forsetinn veitti Rimu viðurkenningu en grípur ekki inn í brottvísun
Hlaut viðurkenningu Rima segir Höllu forseta hafi verið mjög indæla við sig á verðlaunaathöfninni. Mynd: Golli

„Sem kunnugt er hefur forseti ekki tök á því að grípa inn í mál einstaklinga sem eru til meðferðar í kerfinu. Forseti á hinsvegar í virku samtali við fulltrúa stjórnvalda og beitir sér leynt og ljóst fyrir því að mennska og kærleikur séu ávallt höfð að leiðarljósi í okkar samfélagi.“

Þetta kemur fram í svari forsetaembættisins við fyrirspurn Heimildarinnar um hvað forsetanum fyndist um yfirvofandi brottvísun Rimu Charaf Eddine Nasr til Venesúela.

Halla Tómasdóttir forseti Íslands veitti Rimu viðurkenningu fyrr í mánuðinum fyrir að hafa verið tilnefnd til verðlaunanna Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024.

Forsetinn er verndari verðlaunanna, sem eru á vegum Íslandsdeildar alþjóðlegu ungmennahreyfingarinnar JCI. Rima var tilnefnd fyrir sjálfboðaliðastörf sín fyrir Rauða krossinn og félagasamtökin Læti!/Stelpur rokka!

Valnefnd sér um val á einstaklingunum 

Nú stendur til að senda Rimu og systur hennar, sem eru upphaflega frá …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Hvernig gat Forseti Íslands veitt einhverjum verðlaun fyrir að vera "framúrskarandi ungur Íslendingur" sem er það ekki? Þarf maður ekki að vera Íslendingur til að geta fengið verðlaun fyrir að vera (framúrskarandi) Íslendingur?
    0
  • ÞÁ
    Þröstur Ásmundsson skrifaði
    Mikið óskaplega eru okkur mislagðar hendur í þessum málum. Maður hefur á tilfinningunni að þetta sé allt ákveðið af einhverskonar gervigreindarapparati. Það hlýtur að vera hægt að að leiðrétta heimskulegustu mistökin. Það verður að gera alvarlega úttekt á þessum "afgreiðslum". Ég er sannfærður um að "venjulegt fólk" í landinu fyrirlítur svona vinnubrögð.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
6
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár