Dóra Einarsdóttir, listrænn stjórnandi (creative director) og hönnuður, hefur unnið og búið í fjórum heimsálfum og 79 löndum. Hún hefur starfað við búningagerð fyrir kvikmyndir, sjónvarpsþætti, alþjóðlegar markaðsherferðir og auglýsingar. Dóra hannar þó enn búninga fyrir stórstjörnur í poppi og rokki og hefur starfað við sjónvarps- og tónlistarmyndbönd og sem framleiðandi (producer) fyrir MTV Europe.
Hún hefur kynnst matargerð og matarmenningu víða en vill hreinan mat og gott hráefni og lítur á yfirkryddaðan og kryddleginn mat í plasti sem tilraun til að fela lélegt hráefni. Þrátt fyrir að vera „The wilde one“ í fjölskyldunni, eins og hún segir, þá eru ákveðin gildi og fjölskylduhefðir henni mikilvæg.
Fyrsta sunnudag í aðventu byrjar jólahátíðin hjá Dóru. Allt er tilbúið enda vill hún njóta aðventunnar og fara á tónleika, hitta vini og fjölskyldu stresslaus. „Það er kveikt alla aðventuna á jólatrénu sem ég keypti í antíkbúð í Lundi, þegar ég las listasögu þar …
Athugasemdir