Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Mesta hlutfallslega aukningin hjá Ahmadiyya-múslimum

Hlut­fall íbúa á Ís­landi sem eru skráð­ir í þjóð­kirkj­una fækk­ar um 8 pró­sent á síð­ustu fjór­um ár­um. Sam­fé­lag Ahma­diyya-múslima á Ís­landi eyk­ur mest við sig af trú­fé­lög­um hér á landi og nem­ur aukn­ing­in um 57,1 pró­senti.

Mesta hlutfallslega aukningin hjá Ahmadiyya-múslimum
Þjóðkirkjan heldur áfram að missa fólk en kaþólikkar halda áfram að auka við sig sem og nýtt félag múslima. Mynd: Bára Huld Beck

Alls voru 224.963 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna þann 1. desember síðastliðinn samkvæmt skráningu Þjóðskrár og hefur skráðum einstaklingum í þjóðkirkjuna fækkað um 939 síðan 1. desember 2023. Á síðastliðnum fjórum árum hefur skráningum í Þjóðkirkjuna fækkað um tæplega átta prósent. Þó þarf að hafa í huga hér að samfélagsgerð Íslendinga hefur breyst verulega síðustu ár, því segir fækkun Þjóðkirkjunnar mögulega ekki allt um fækkun sóknarbarna.

Næst fjölmennasta trú- og lífsskoðunarfélag landsins er Fríkirkjan í Reykjavík með 9.935 skráða meðlimi.

Frá 1. desember 2023 hefur fjölgun meðlima í trú- og lífsskoðunarfélögum verið mest í Siðmennt eða um 348 meðlimi. Mest hlutfallsleg fjölgun var hjá Samfélagi Ahmadiyya-múslíma á Íslandi, eða um 57,1 prósent að því er fram kemur á vef Þjóðskrár. Þegar tölur eru skoðaðar, má sjá að aukningin er þó ekki mikil eða heilir fjórir, en það telur hlutfallslega mikið vegna smæðar félagsins.

Samfélag Ahmadiyya-múslíma er félag þeirra múslíma sem trúa á messíasinn, Mirza Ghulam Ahmad frá Qadian.

Á vef samtakanna segir að samfélag Ahmadiyya-múslíma sé í forystu meðal íslamskra samtaka til að fordæma afdráttarlaust öll hryðjuverk en spámaðurinn hafnaði alfarið ofbeldi og að heilagt stríð væri réttlætanlegt. Félagið var stofnað í febrúar á þessu ári.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Árétting: Glöggir lesendur hafa bent á að aukning í félagi 
Ahmadiyya-múslíma á Íslandi fjölgar úr sjö upp í ellefu. Þetta kom ekki sérstaklega fram í tilkynningu Þjóðskrár, heldur í meðfylgjandi skjali, en er mikilvægt að halda til haga sérstaklega.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Yndislegt fólkið þarna. Súnní og Shía leggja þau í einelti sem var viðbúið en þau láta ekki banna sig auðveldlega. Spámaður þeirra er búsettur í London…
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár