Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Mesta hlutfallslega aukningin hjá Ahmadiyya-múslimum

Hlut­fall íbúa á Ís­landi sem eru skráð­ir í þjóð­kirkj­una fækk­ar um 8 pró­sent á síð­ustu fjór­um ár­um. Sam­fé­lag Ahma­diyya-múslima á Ís­landi eyk­ur mest við sig af trú­fé­lög­um hér á landi og nem­ur aukn­ing­in um 57,1 pró­senti.

Mesta hlutfallslega aukningin hjá Ahmadiyya-múslimum
Þjóðkirkjan heldur áfram að missa fólk en kaþólikkar halda áfram að auka við sig sem og nýtt félag múslima. Mynd: Bára Huld Beck

Alls voru 224.963 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna þann 1. desember síðastliðinn samkvæmt skráningu Þjóðskrár og hefur skráðum einstaklingum í þjóðkirkjuna fækkað um 939 síðan 1. desember 2023. Á síðastliðnum fjórum árum hefur skráningum í Þjóðkirkjuna fækkað um tæplega átta prósent. Þó þarf að hafa í huga hér að samfélagsgerð Íslendinga hefur breyst verulega síðustu ár, því segir fækkun Þjóðkirkjunnar mögulega ekki allt um fækkun sóknarbarna.

Næst fjölmennasta trú- og lífsskoðunarfélag landsins er Fríkirkjan í Reykjavík með 9.935 skráða meðlimi.

Frá 1. desember 2023 hefur fjölgun meðlima í trú- og lífsskoðunarfélögum verið mest í Siðmennt eða um 348 meðlimi. Mest hlutfallsleg fjölgun var hjá Samfélagi Ahmadiyya-múslíma á Íslandi, eða um 57,1 prósent að því er fram kemur á vef Þjóðskrár. Þegar tölur eru skoðaðar, má sjá að aukningin er þó ekki mikil eða heilir fjórir, en það telur hlutfallslega mikið vegna smæðar félagsins.

Samfélag Ahmadiyya-múslíma er félag þeirra múslíma sem trúa á messíasinn, Mirza Ghulam Ahmad frá Qadian.

Á vef samtakanna segir að samfélag Ahmadiyya-múslíma sé í forystu meðal íslamskra samtaka til að fordæma afdráttarlaust öll hryðjuverk en spámaðurinn hafnaði alfarið ofbeldi og að heilagt stríð væri réttlætanlegt. Félagið var stofnað í febrúar á þessu ári.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Árétting: Glöggir lesendur hafa bent á að aukning í félagi 
Ahmadiyya-múslíma á Íslandi fjölgar úr sjö upp í ellefu. Þetta kom ekki sérstaklega fram í tilkynningu Þjóðskrár, heldur í meðfylgjandi skjali, en er mikilvægt að halda til haga sérstaklega.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Yndislegt fólkið þarna. Súnní og Shía leggja þau í einelti sem var viðbúið en þau láta ekki banna sig auðveldlega. Spámaður þeirra er búsettur í London…
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár