Skjótt skipast veður í lofti. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur, er nú orðinn einn af örfáum fulltrúum flokksins í sveitarstjórnum hringinn í kringum landið. Hún segir Vinstri græn sleikja sárin eftir þingkosningarnar.
„Það hlýtur hver maður að geta sett sig í þá stöðu sem við erum í. Fólk sem hefur stutt hreyfinguna um árabil, hvort sem það eru kjörnir fulltrúar eða aðrir. Stjórnmálasamtök eru bara fólkið sem er þar. Fólk hefur orðið fyrir áfalli og við erum misgóð í að vinna úr slíku,“ segir Líf í samtali við Heimildina. Hún telur rétt að flokksmenn fái svigrúm til að syrgja. Svo ráðist framhaldið á flokksráðsfundi Vinstri grænna í febrúar.
Líf, sem hefur verið borgarfulltrúi frá 2016, líkir stöðu flokksins við fráfall einhvers sem stendur manni nærri. Allir séu að syrgja en samt þurfi að fara í allt þetta praktíska. Segja upp starfsfólki, tæma skrifstofur. „Við þurfum að leyfa …
Athugasemdir (1)