Nokkuð bar á því í kosningabaráttunni í lok nóvember að staða íslenskunnar stæði höllum fæti. Sum vilja meina að íslenskan sé undir vegna ágangs annarra tungumála hér á landi og að „woke-væðing“ sé síðasti naglinn í kistu okkar ástkæra og ylhýra. Önnur eru þeirrar skoðunar að vöntun sé á vönduðu íslensku menningarefni og að efla þurfi áhuga landans á því efni sem til er nú þegar, þá sérstaklega áhuga yngri kynslóðanna. Við ætlum ekki að kryfja það til mergjar hér hvort eða hvers vegna íslenskan er á undanhaldi heldur ætlum við að koma með tillögur að ýmsu sem hægt er að setja í jólapakkann sem eflir íslenska tungu, vekur samræður og býður upp á notalegar stundir yfir hátíðarnar.
Blindur er bóklaus maður
Það þarf vart að nefna það að lestur er sennilega allra besta leiðin til þess að efla tungumálalipurð. Það er hægt að finna eitthvað við flestra hæfi í …
Athugasemdir