Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Jólagjafir sem efla íslenska tungu

Viltu efla mál­til­finn­ingu barns­ins þíns, eða jafn­vel þína eig­in? Hvað með að setja góða bók, miða á menn­ing­ar­við­burð eða gott spil í jólapakk­ann? Hér eru nokkr­ar hug­mynd­ir að gjöf­um og góð­um sam­veru­stund­um yf­ir há­tíð­arn­ar sem efla ís­lenska tungu og menn­ing­ar­læsi.

Jólagjafir sem efla íslenska tungu

Nokkuð bar á því í kosningabaráttunni í lok nóvember að staða íslenskunnar stæði höllum fæti. Sum vilja meina að íslenskan sé undir vegna ágangs annarra tungumála hér á landi og að „woke-væðing“ sé síðasti naglinn í kistu okkar ástkæra og ylhýra. Önnur eru þeirrar skoðunar að vöntun sé á vönduðu íslensku menningarefni og að efla þurfi áhuga landans á því efni sem til er nú þegar, þá sérstaklega áhuga yngri kynslóðanna. Við ætlum ekki að kryfja það til mergjar hér hvort eða hvers vegna íslenskan er á undanhaldi heldur ætlum við að koma með tillögur að ýmsu sem hægt er að setja í jólapakkann sem eflir íslenska tungu, vekur samræður og býður upp á notalegar stundir yfir hátíðarnar.

Blindur er bóklaus maður

Það þarf vart að nefna það að lestur er sennilega allra besta leiðin til þess að efla tungumálalipurð. Það er hægt að finna eitthvað við flestra hæfi í …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Steingrimur Bergmann Gunnarsson skrifaði
    Hér vil ég vekja athygli á Jólagjöf sem eflir íslenska tungu; nýútkomin bók Rósu Ólafar Ólafíudóttur, Bláeyg sem er saga skrifuð fyrir börn ca. 10 til 12 / 13 ára. sjá m.a.: https://www.bokatidindi.is/baekur/flokkur/skaldverk
    Rósa er hjúkrunarfræðingur og menntuð í uppeldis og menntunarfræðum. Áður hefur hún sent frá sér ljóðabókina Í hvítum kjól og sjálfsævisöguna Kæra nafna, þar sem hún rekur baráttu við fátækt, misrétti, þöggun og skömm.

    Sagan sem er bæði spennandi og viðburðarík er skrifuð á fallegu máli og góðum orðaforða með skýringum neðanmáls á þeim orðum eða setningum sem gætu vafist fyrir lesandanum. Þannig auðgar lestur sögunnar orðaforða lesandans. Þóra Þorgilsdóttir 12 ára og Pétur Atli Margrétarson 10 ára lásu handritið áður en það fór í prentun. Eftir lesturinn skrifuðu þau okkur eftirfarandi umsagnir: „Mér fannst hún rosa góð því að hún hélt mér spenntri." „…þá var þetta örugglega ein af bestu sögum sem ég hef lesið og ég myndi mæla með henni." Þóra Þorgilsdóttir, 12 ára. „Mjög góð. Spennandi söguþráður. Ævintýraleg og skemmtileg saga. Ávanabindandi að lesa söguna." Pétur Atli Margrétarson, 10 ára. Annar lesandi sem keypti bókina sendi höfundinum eftirfarandi póst: „Las hana í einni beit. Mjög góð!”
    Bókin var kynnt á Bókahátíðinni í Hörpu (16 og 17. nóv. s.l.) þar sem henni var afar vel tekið. Lesendur eru hrifnir af því hve sagan er vel skrifuð og hvað orða-skýringarnar hjálpa lesendum að bæta við orðaforða sinn. En undanfarin ár hefur mikið verið rætt um læsi íslenskra barna og hvernig megi efla lestur og lesskilning þeirra. Þess vegna er sagan skrifuð, eins og segir hér að ofan, á fallegu máli af góðum orðaforða en neðanmáls eru orðaskýringar sem hjálpa lesandanum ef og þegar hann rekst á ókunn orð eða orðatiltæki. Þetta fannst þeim Þóru og Pétri afar gott að hafa með. Þá hafa þeir sem fullorðnir eru einnig haft gaman af að lesa söguna því góðar barna- og unglingabækur eru líka skrifaðar fyrir fullorðna!
    Kamelía bókaforlag gefur bókina út. Barna- og ungmennasjóðurinn AUÐUR styrkti útgáfuna.
    Steingrímur B. Gunnarsson.
    sbg@simnet.is
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jólin

Alls konar fólk sem þarf aðstoð: „Það getur eitthvað komið fyrir hjá öllum“
FréttirJólin

Alls kon­ar fólk sem þarf að­stoð: „Það get­ur eitt­hvað kom­ið fyr­ir hjá öll­um“

Fjöl­breytt­ur hóp­ur sæk­ir matarað­stoð fyr­ir jól­in en út­lit er fyr­ir að svip­að marg­ir þurfi á slíkri að­stoð að halda í ár og í fyrra, um 4.000 heim­ili ef lit­ið er til að­stoð­ar Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar og Mæðra­styrksnefnd­ar. Há leiga eða há­ar af­borg­an­ir eru að sliga marga sem þurfa að sækja sér að­stoð.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár