Í fyrsta skipti í Íslandssögunni eru stjórnarmyndunarviðræður í höndum þriggja kvenna sem allar eru formenn sinna flokka. Það eru þær Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. En er það til marks um það að blað hafi verið brotið í kvenfrelsisbaráttu í nýafstöðnum alþingiskosningum?
Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands, segir að það sé nýtt að sjá þrjár konur í þessari stöðu. Það skipti máli upp á þá tilfinningu fólks að konur geti verið í þessum sporum, alveg eins og karlar.
Aftur á móti sé það útbreidd trú fólks að ef jafnt hlutfall kvenna fáist í valdastöður eða ef konur fái að vera í forsvari, líkt og í stjórnarmyndunarviðræðum, sé það ávísun á jafnrétti, kvenfrelsi og bætta stöðu annarra undirskipaðra hópa.
„En það er í rauninni ekkert samasemmerki þar á milli,“ segir Gyða Margrét. „Auðvitað skipta hlutföllin máli – …
Athugasemdir