Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Efling segir gervistéttarfélag notað til að svíkja starfsfólk

Efl­ing seg­ir stétt­ar­fé­lag­ið Virð­ingu vera gervistétt­ar­fé­lag sem sé nýtt til að skerða laun og rétt­indi starfs­fólks í veit­inga­geir­an­um. Trún­að­ar­menn af vinnu­stöð­um Efl­ing­ar­fé­laga fóru á þriðju­dag í heim­sókn­ir á veit­inga­staði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og dreifðu bæk­ling­um þar sem var­að var við SVEIT og Virð­ingu.

Efling segir gervistéttarfélag notað til að svíkja starfsfólk
Trúnaðarmenn Eflingar á leið í vinnustaðaheimsóknir á þriðjudag þar sem þeir dreifðu bæklingum þar sem varað var við Virðingu og SVEIT sem eru samtök fyrirtækja á veitingamarkaði. Mynd: Efling

Efling stéttarfélag varar starfsfólk í veitingageiranum við „Virðingu“ sem félagið kallar gervistéttarfélag.

Í tilkynningu frá Eflingu segir að  Virðing sé ekki raunverulegt stéttarfélag heldur svikamylla rekin af atvinnurekendum í þeim tilgangi að skerða laun og réttindi starfsfólks.

Efling hefur staðfesta vitneskju um tilvik þar sem starfsfólki hefur verið sagt af atvinnurekanda að það eigi að starfa undir kjarasamningi Virðingar við atvinnurekendafélagið SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, í þeim tilgangi að fá starfsfólk til að samþykkja lægri laun og verri kjör.

Efling biður allt starfsfólk í veitingageiranum sem hefur fengið boð frá sínum atvinnurekanda um að taka þátt í þessum svikum að hafa samband við félagið án tafar.

Bæklingar sem trúnaðarmenn Eflingar dreifðu í vinnustaðaheimsóknum á þriðjudag

„SVEIT hefur á liðnum árum barist fyrir gerð kjarasamnings þar sem laun starfsfólks á veitingahúsum verði lækkuð miðað við núgildandi lögvarin kjör í kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins,“ segir í tilkynningunni.

Þar kemur fram að SVEIT hafi í fyrstu reynt að sannfæra Eflingu um að ganga til kjaraviðræðna við sig á þeim forsendum, en því hafnaði félagið. Dró SVEIT þá Eflingu fyrir Félagsdóm, sem úrskurðaði að Eflingu bæri engin skylda til að semja við SVEIT og staðfesti jafnframt að ákvæði kjarasamnings Eflingar við SA væru lögbundin lágmarkskjör í geiranum.

Í stjórn Virðingar sitja þrír einstaklingar, þar af tveir sem koma beint að rekstri veitingastaða sem eigendur eða stjórnarmenn, en veitingastaðirnir eru á félagaskrá SVEIT.

Efling vísar í kjarasamninga Virðingar við SVEIT sem feli í sér skerðingar á launum og réttindum, og vísar í eftirfarandi dæmi:

  • Dagvinnutími lengdur um þrjá klukkutíma eða frá kl. 17:00 til kl. 20:00, sem þýðir að þessa klukkutíma fær starfsfólk ekki greitt vaktaálag. Sama á við um laugardaga frá 08:00-16:00.

  • Kvöldvaktaálag er lækkað úr 33% í 31%.

  • Almennur starfsmaður á veitingahúsi með 1 árs starfsreynslu í geiranum mun, ef hann vinnur á kjörum SVEIT og Virðingar, verða fyrir launalækkun um 52.176 á mánuði eða sem nemur 10%.

  • Orlofsréttindi eru færð niður í lögbundið 24 daga lágmark, og öll orlofsávinnsla umfram það sem Efling hefur samið um við SA felld niður.

  • Réttur til launa í veikindum er skertur.

A screen shot of a chart

Description automatically generated

Trúnaðarmenn af vinnustöðum Eflingarfélaga vítt og breitt af vinnmarkaðinum fóru í gær þriðjudag í heimsóknir á veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu og dreifðu bæklingum þar sem varað var við SVEIT og Virðingu.

Efling hvetur félagsmenn sem hafa verið beðnir að vinna undir gervi-kjarasamningi Virðingar til að hafa samband. Efling muni aðstoða verkafólk óháð því hvort það hafi skrifað undir ráðningarsamning þar sem vísað er til samning Virðingar og SVEIT. „Verkafólk þarf ekki að sætta sig við að vera blekkt á þennan hátt, sama hvað atvinnurekandi kann að segja þeim. Efling mun grípa til allra nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir svik og blekkingar SVEIT og Virðingar gegn starfsfólki veitingahúsa,“ segir í tilkynningu Eflingar.

Kjósa
41
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár