Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Þakklæti, vonbrigði og ótti

Meiri lík­ur en minni eru á frek­ari þátt­töku Finns Ricart Andra­son­ar í stjórn­mál­um. Finn­ur leiddi kosn­inga­bar­áttu Vinstri grænna og hef­ur til­eink­að sér skila­boð að­al­rit­ara Sam­ein­uðu þjóð­anna sem seg­ir stjórn­völd dags­ins í dag ráða úr­slit­um hvort markmið ná­ist í lofts­lags­mál­um og nátt­úru­vernd.

Þakklæti, vonbrigði og ótti
Ekki á þing að sinni Finnur Ricart Andrason leiddi lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi Norður í alþingiskosningunum 30. nóvember. Flokkurinn datt út af þingi en Finnur segir meiri líkur en minni á að taka frekari þátt í stjórnmálum í framtíðinni. Mynd: Golli

Finnur Ricart Andrason, 22 ára oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður, hafði ekki erindi sem erfiði í alþingiskosningunum á laugardag. Finnur sér ekki eftir því að hafa fært sig úr aktívismanum í Ungum umhverfissinnum yfir í stjórnmálin en rétt eins og með framtíð Vinstri grænna er óvissa um frekari þátttöku hans í stjórnmálum. 

Fyrstu viðbrögð Finns við brotthvarfi Vinstri grænna af þingi eru þakklæti, vonbrigði og ótti. Hann er þakklátur fyrir traustið sem honum var sýnt að leiða flokkinn í Reykjavík ásamt Svandísi Svavarsdóttur, formanni flokksins. „En það eru vonbrigði að VG náði ekki meiri árangri. Ég var allan tímann frekar vongóður um að við myndum ná inn.“ Þá óttast Finnur að umhverfis- og náttúruvernd fái ekki forgang í næstu ríkisstjórn. „Þeir tveir flokkar sem hafa haldið uppi þessum mikilvæga málaflokki eru ekki lengur inni, Píratar og Vinstri græn. Ég óttast að það verði ekki nógu sterkir málsvarar náttúrunnar inni á þingi.“

Finnur hefur helgað sig umhverfismálum og náttúruvernd, hefur lokið grunnnámi í hnattrænum sjálfbærnivísindum og starfar sem sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Hann var einnig forseti Ungra umhverfissinna en sagði sig frá starfi samtakanna þegar hann tók sæti á lista VG. „Mér fannst það heiðarlegast, bæði gagnvart Ungum umhverfissinnum og flokknum.“ Það var ekki auðveld ákvörðun að taka sæti á lista hjá Vinstri grænum, sérstaklega í ljósi ríkisstjórnarsamstarfsins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. „Ég fann að flokkurinn hafði brennt sig á þessu samstarfi og var klárlega ekki að fara í þetta samstarf aftur. Ég fann að það var góð og holl endurnýjun að eiga sér stað og mér þótti mikilvægara að reyna að taka þátt í að reyna að bjarga flokknum frá því að detta út og taka þátt í að byggja upp traust fólks til flokksins upp á nýtt, frekar en að taka þátt í að refsa honum með þeim afleiðingum að hann dytti út af þingi.“ 

„Af hverju ekki að reyna að taka þátt í því að vera stjórnvöld dagsins í dag og stuðla að þessum markmiðum?“

Nýleg ummæli Antonio Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, höfðu einnig áhrif á ákvörðun Finns að taka þátt í stjórnmálum. „Hann sagði að það eru stjórnvöld dagsins í dag sem munu ráða úrslitum hvort við náum markmiðum okkar í loftslagsmálum og náttúruvernd eða ekki,“ segir Finnur sem hugsaði sjálfur í kjölfarið: „Af hverju ekki að reyna að taka þátt í því að vera stjórnvöld dagsins í dag og stuðla að þessum markmiðum?“ 

Þó það hafi ekki tekist að þessu sinni og óvissa ríki um framtíð Vinstri grænna mun Finnur halda áfram að berjast fyrir umhverfis- og náttúruvernd. Hvar og hvenær á hins vegar eftir að skýrast. „Það er ákvörðun sem ég er ekki búinn að taka og þarf lengri tíma til að melta, hvort það sé rétti tímapunkturinn núna fyrir mig að halda áfram á fullu þar eða hvort ég vilji aðeins taka skref aftur á bak og átta mig á hvað ég vil gera næst,“ svarar Finnur, aðspurður hvort hann muni halda áfram að beita sér innan Vinstri grænna. „En ég finn að ég hef ákveðna sýn á hvernig ég vil að samfélagið þróist og hvernig pólitíkin gæti þróast. Það eru meiri líkur en minni að ég muni taka einhvern þátt í stjórnmálunum áfram, hvort sem það verði akkúrat núna eða eftir einhverja mánuði eða ár.“

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Flokknum var ekki hafnað vegna málefnanna sem hann setti á oddinn í síðustu kosningum. Flokkurinn hefði átt að hugsa um grunngildin fyrr. Ekkert kanski eins og formaðurinn segir. Hún hefði líka átt að standa við það loforð sem hún gaf um að mynda aldrei ríkisstjón með Sjálfstæðisflokknum. Ekker kanski þar heldur.
    0
  • Anna Bjarnadóttir skrifaði
    Vel hugsandi ungt fólk eins og Finnur gera mig bjartsýnni á framtíðina.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu