Það er sena í Before Sunrise þar sem önnur aðalpersónan, Celine, rifjar upp hvernig pabbi hennar jarðtengdi alltaf alla hennar drauma. „Ég vildi verða rithöfundur og hann sagði blaðamaður. Ég vildi reka kattaathvarf og hann sagði dýralæknir. Ég vildi verða leikkona og hann sagði fréttaþulur. Hann breytti öllum loftköstulunum mínum í praktíska hluti sem hægt væri að lifa á.“
Það þarf ekki foreldra til þegar kemur að afkomendum himnasmiðsins, þeir eru flestir markaðir eftirsjá, í ástum eða starfi eða bæði, þar sem textasmiður þvælist úr því að skrifa skáldsögur yfir á auglýsingastofu og yfir í að virðist þægilega ritstjórastöðu, þar sem markaðurinn finnur þeim alltaf bás við hliðina á básnum sem þeir ættu raunverulega að vera á.
Sagnasveigur um tólf karla
Þetta er sagnasveigur um tólf karla á mismunandi aldri, sem allir eru afkomendur Ólafs himnasmiðs Jónssonar sem fæddist árið 1713. Og þeir tengjast á fleiri vegu líka, þetta er …
Athugasemdir